Tæplega þrítug kona, Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem var handtekin grunuð um að hafa banað föður sínum þann 11. apríl síðastliðinn, neitar staðfastlega sök. Hún hefur hins vegar játað að lýsingar á atvikum séu að hluta til réttar, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, og snýr það að ofbeldi sem hún á að hafa beitt foreldra sína yfir ákveðið tímabil.
Dánarorsök föður Margrétar, Hans Roland Löf, er ekki ljós þar sem enn er beðið eftir niðurstöðu krufningar, en fyrir liggur að hann fékk hjartastopp samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar og hneig niður þar sem hann ætlaði að yfirgefa heimilið. Þá segja heimildir að Margrét haldi því fram hún hafi ekki verið nærri föður sínum þegar hann hné niður, en þó stödd í sama húsi.
Ofbeldi og harðræði
Það var snemma um morgun sem viðbragðsaðilar komu að heimili fjölskyldunnar á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið er eitt það reisulegasta í hverfinu og þar bjuggu hjónin ásamt dóttur …
Athugasemdir