„Ég leitast við að lýsa heimi fullorðinna í gegnum sjónarhorn barns vegna þess að barnið er að vissu leyti alltaf fávíst og horfir á umhverfið öðruvísi. Hvaða fólk er þetta í kringum mig? spyr barnið. Mamma og pabbi! Þegar ég skrifa frá því sjónarhorni get ég litið á heiminn eins og allt sé nýtt,“ segir þessi ungi rithöfundur sem hefur glætt trú á að skáldskapurinn eigi erindi sem aldrei fyrr. Aðeins 21 árs sló hann í gegn með bókinni Hvis der skulle komme et menneske forbi. Næsta bók í þríleiknum var En dag vil vi grine af det og loks kom út bókin Man skulle nok have været der.
Thomas hefur hlotið fjölda verðlauna, eins og helstu bókmenntaverðlaun Dana: De Gyldne Laurbær. Margt hefur breyst í lífi hans á örfáum árum en þegar Thomas skilaði fyrsta handriti sínu bjó hann á götunni.
Fyrsta bók …
Athugasemdir