Á hátíðinni mætast höfundar og lesendur en fjölmargir heimsfrægir rithöfundar hafa hingað komið á vegum hennar; höfundar á borð við Paul Auster, Margaret Atwood, Kurt Vonnegut, José Saramago, Haruki Murakami og Isabel Allende, svo örfáir séu nefndir. Því var ekki úr vegi að setjast niður með Stellu Soffíu, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, og Örnólfi, sem setið hefur í stjórn hennar frá upphafi og verið stjórnarformaður síðasta áratuginn – og heyra sögu þessarar hátíðar sagnanna.
Hvernig skyldi sagan sem slík hafa byrjað?
„Það voru þrír vinir, rithöfundarnir Einar Bragi Sigurðsson, Thor Vilhjálmsson og Knud Ødegård, sem áttu frumkvæði að hátíðinni. Þeir höfðu áhuga á að stofna ljóðlistarhátíð og fyrsta hátíðin varð norræn ljóðlistarhátíð með alþjóðlegu ívafi; nokkrir höfundar utan Norðurlanda komu, t.d. írska ljóðskáldið Seamus Heaney, sem tíu árum seinna fékk Nóbelsverðlaunin,“ rifjar Örnólfur upp. „Þessir þrír frumkvöðlar fengu til liðs við sig nokkra fótgönguliða sem voru, að mig minnir: ég, Einar Kárason, …
Athugasemdir