Nösk á að bjóða höfundum áður en þeir fá Nóbelinn

Al­þjóð­lega bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík er byrj­uð en hún var­ir til 27. apríl. Há­tíð­in er nú hald­in í sautjánda skipti og á 40 ára af­mæli í ár. Segja má að há­tíð­in sé fyr­ir löngu orð­in skáld­leg saga, út af fyr­ir sig. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir og Örn­ólf­ur Thors­son segja frá þessu lygi­lega æv­in­týri sem hófst ár­ið 1985.

Nösk á að bjóða höfundum áður en þeir fá Nóbelinn
Ómetanleg hátíð Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir hefur verið framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík til fjölda ára og Örnólfur Thorsson setið í stjórn hennar frá upphafi. Mynd: Golli

Á hátíðinni mætast höfundar og lesendur en fjölmargir heimsfrægir rithöfundar hafa hingað komið á vegum hennar; höfundar á borð við Paul Auster, Margaret Atwood, Kurt Vonnegut, José Saramago, Haruki Murakami og Isabel Allende, svo örfáir séu nefndir. Því var ekki úr vegi að setjast niður með Stellu Soffíu, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, og Örnólfi, sem setið hefur í stjórn hennar frá upphafi og verið stjórnarformaður síðasta áratuginn – og heyra sögu þessarar hátíðar sagnanna. 

Hvernig skyldi sagan sem slík hafa byrjað?

„Það voru þrír vinir, rithöfundarnir Einar Bragi Sigurðsson, Thor Vilhjálmsson og Knud Ødegård, sem áttu frumkvæði að hátíðinni. Þeir höfðu áhuga á að stofna ljóðlistarhátíð og fyrsta hátíðin varð norræn ljóðlistarhátíð með alþjóðlegu ívafi; nokkrir höfundar utan Norðurlanda komu, t.d. írska ljóðskáldið Seamus Heaney, sem tíu árum seinna fékk Nóbelsverðlaunin,“ rifjar Örnólfur upp. „Þessir þrír frumkvöðlar fengu til liðs við sig nokkra fótgönguliða sem voru, að mig minnir: ég, Einar Kárason, …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár