Stefnuræða forsætisráðherra og afmælisdagskrá

Kristrún Frosta­dótt­ir flyt­ur stefnuræðu sína á lands­fund­in­um í dag. Þá taka við pall­borð­sum­ræð­ur um ör­ygg­is- og varn­ar­mál.

Landsfundur Samfylkingarinnar hófst í gær og heldur áfram í dag með hátíðardagskrá í tilefni af 25 ára afmæli Samfylkingarinnar. Dagskráin er í beinu streymi og má nálgast hér að ofan. Áætlað er að henni ljúki um klukkan 16.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hlaut 98,7 prósent atkvæða í endurkjöri til formanns Samfylkingarinnar á landsfundinu í gær en hún var ein í framboði til embættisins. Hún flytur stefnuræðu sína klukkan 13.35 í dag. 

Kristrún ávarpaði fundinn eftir kjörið í gær og þakkaði flokksfólki traustið. „Það er heiður að fá að leiða Samfylkinguna áfram og ég er ótrúlega þakklát fyrir endurnýjað umboð. Ég gæti þetta ekki án ykkar og ég mun leggja mig alla fram hér eftir sem hingað til,“ sagði hún. 

Þá lofaði Kristrún að hún yrði ekki fjarlæg og að hún myndi ekki missa tenginguna við fólkið í flokknum og landinu. „Samfylkingin er komin á réttan stað núna. Ég held við finnum það öll. Þetta er mjög náttúrulegt. Hér eigum við að vera, í forystustjórn landsmálanna.“

Dagskrá laugardaginn 12. apríl

13:30 Opin dagskrá í beinu streymi - Fundarstjóri: Katrín Júlíusdóttir

13:35  Stefnuræða formanns - Kristrún Frostadóttir

14:10 Pallborð - Öryggis- og varnarmál - Kristrún Frostadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Víðir Reynisson og Guðmundur Árni Stefánsson. Umræðum stýrir Þórður Snær Júlíuson

14:50 25 ára afmæliskaffi

15:10 Hátíðarávarp - Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

15:20 Hátíðarávarp - Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA

15:30 Sófaspjall með ráðherrum - Fyrstu 100 dagar ríkisstjórnarinnar. Umræðum stýrir Þórður Snær Júlíusson

16:10 Fyrrum formönnun Samfylkingarinnar veittur virðingarvottur og þakkir fyrir störf í þágu jafnaðarmanna á Íslandi

16:30 Fundi slitið

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár