Bandaríkjaforseti, Donald Trump, gaf skyndilega eftir í alþjóðlegu viðskiptastríði sínu með því að fresta hækkun tolla í 90 daga gagnvart flestum löndum – en beitti Kína jafnframt enn harðari aðgerðum, í því sem orðið er að allsherjarátökum milli tveggja stærstu hagkerfa heims.
Eftir nokkra daga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum ruku bandarísk hlutabréf upp í kjölfar tilkynningar Trumps.
„Ég hef heimilað 90 DAGA HLÉ,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í dag. Hann sagði ákvörðunina hafa verið tekna eftir að meira en 75 lönd höfðu haft samband til að semja og hefðu ekki gripið til hefndaraðgerða gegn Bandaríkjunum.
Aðeins 10 prósenta flatt tollhlutfall, sem nær til allra landa og tók gildi á laugardag, mun áfram vera í gildi. Það er sá tollur sem leggst meðal annars á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þetta markar þó snögga og óvænta stefnubreytingu frá þeim hörðu aðgerðum sem boðaður voru, sem beindust meðal annars …
Athugasemdir