Fjármálamarkaðir eru að ná jafnvægi eftir mikla dýfu í kringum helgina þegar 9,5 trilljónir dollara töpuðust á örfáum dögum á hlutabréfamarkaði. Fyrir þá upphæð væri hægt að reka íslenska ríkið í um 6 ár, svo það sé sett í einhvers konar samhengi.
Spáð er að olía muni lækka skarpt á næstu mánuðum og svartsýnustu spár telja að hún endi í kringum 40 dollara að því gefnu að tollastríð Donald Trump bíti fast í efnahagskerfi heimsins. Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Rússa sem sjá fram á mikinn tekjumissi gangi spár eftir.
Kínverjar virðast ætla í hart við bandarísk stjórnvöld og hækka tolla á móti, en forseti Bandaríkjanna hefur hótað öllu illu geri þeir það. Hann hefur gefið þeim frest til dagsins í dag, þriðjudag, til þess að hætta við þær áætlanir, annars munu bandarísk stjórnvöld ekki funda með ríkinu á þeim fundum sem eru á dagskrá, auk þess sem Bandaríkin …
Athugasemdir (1)