Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fjármálamarkaðir finna fótfestu: Bandaríska fjármálakerfið minnir á nýmarkað

Það var erf­ið­ur dag­ur á mörk­uð­um í gær. Grein­end­ur segja banda­ríska fjár­mála­kerf­ið far­ið að líkj­ast van­þró­að­ari fjár­mála­kerf­um heims­ins.

Fjármálamarkaðir finna fótfestu: Bandaríska fjármálakerfið minnir á nýmarkað
Donald Trump trúir því að tollarnir muni leiða til þess að Bandaríkin styrkist. Það sé í það minnsta langtímamarkmðið. Mynd: AFP

Fjármálamarkaðir eru að ná jafnvægi eftir mikla dýfu í kringum helgina þegar 9,5 trilljónir dollara töpuðust á örfáum dögum á hlutabréfamarkaði. Fyrir þá upphæð væri hægt að reka íslenska ríkið í um 6 ár, svo það sé sett í einhvers konar samhengi.

Spáð er að olía muni lækka skarpt á næstu mánuðum og svartsýnustu spár telja að hún endi í kringum 40 dollara að því gefnu að tollastríð Donald Trump bíti fast í efnahagskerfi heimsins. Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Rússa sem sjá fram á mikinn tekjumissi gangi spár eftir.

Kínverjar virðast ætla í hart við bandarísk stjórnvöld og hækka tolla á móti, en forseti Bandaríkjanna hefur hótað öllu illu geri þeir það. Hann hefur gefið þeim frest til dagsins í dag, þriðjudag, til þess að hætta við þær áætlanir, annars munu bandarísk stjórnvöld ekki funda með ríkinu á þeim fundum sem eru á dagskrá, auk þess sem Bandaríkin …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég nenni varla að lesa þessa grein þegar á fyrstu línum kemur fram að höfundur kann ekki að þýða ensku. 9,5 trilljónir dollara er væntanlega ameríska. Á íslensku eru þetta 9,5 biljónir eða 9500 miljarðar. Amerikanar þekkja ekki miljarða en nota í staðinn biljón og þá eru 1000 miljarðar triljón í Ameríku en ein biljón á Íslandi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár