Trans kona frá Bandaríkjunum kom til landsins fyrir rúmri viku síðan með níu ára gamlan son sinn og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Þar sem Bandaríkin eru skilgreind sem öruggt upprunaland fékk umsókn hennar forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. Hún var boðuð í viðtal á fimmtudag og í lok viðtalsins var henni kynnt sú afstaða stofnunarinnar að umsókn hennar væri bersýnilega tilhæfulaus.
Í samtali við Heimildina lýsir konan því hvernig hún bíður í von og ótta um hvað verður um sig. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að lenda í þessari stöðu. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert.“
Skipaður talsmaður hennar bendir á að Stjórnarráð Íslands hafi nýlega gefið út leiðbeiningar um ferðalög fyrir hinsegin fólk. Í því felist viðurkenning á því að fólki í þessari stöðu sé ekki óhætt.
Bandaríkin eru hins vegar á lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki og það hefur ekki breyst á þeim …
Athugasemdir (1)