„Ég lít bara á það í dag að ég sé leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Við erum þarna tvær skráðar fyrir Vorstjörnunni, við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna og það er enginn sem vill losa okkur undan þessu með formlegum hætti.“
Þetta segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, meðlimur í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands og stjórnarmaður í Vorstjörnunni, í samtali við Heimildina. Síðarnefnda titilinn virðist Sigrún þó aðeins bera að nafninu til – en hún hefur ekki tekið beinan þátt í starfi Vorstjörnunnar í nokkur ár. Það hefur formaður stjórnar félagsins, Védís Guðjónsdóttir, að sögn Sigrúnar, ekki heldur en þriðji maðurinn í stjórninni, Viggó Jóhannsson, féll frá seint á síðasta ári.
Síðustu ár hefur Vorstjarnan, segir Sigrún, verið alfarið á vegum framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, þar sem Gunnar Smári Egilsson er formaður.
Athugasemdir