Spila til að hjálpa ungmennum að þekkja mörkin

Í átta ár hafa Stíga­mót stað­ið fyr­ir her­ferð­inni Sjúk ást. Henni er ætl­að að fræða ung­linga um heil­brigð og óheil­brigð sam­skipti og sam­bönd. Nú er hægt að spila Sjúk flögg um­ræðu­spil­ið en það felst í því að greina hvort sam­skipti falli und­ir græna eða rauða flagg­ið.

Spila til að hjálpa ungmennum að þekkja mörkin
Svandís Anna Verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum segir markmiðið með Sjúk ást herferðinni vera að fræða ungmenni um hvað telst heilbrigt og óheilbrigt í samböndum. Spilin Sjúk flögg eru í flestum félagsmiðstöðvum og framhaldsskólum landsins og hjálpa ungmennum að læra hvað er heilbrigt.

Flest þeirra sem leita til Stígamóta verða fyrir kynferðisofbeldi í fyrsta skipti fyrir 18 ára aldur. Í ljósi þessa var farið af stað með fræðslu- og forvarnarverkefnið Sjúk ást árið 2018. Markmiðið er að ná til ungs fólks, veita því fræðslu um heilbrigði í samböndum og útskýra hvað telst vera óheilbrigt og ofbeldi.

Græn og rauð flögg

„Við erum að reyna að skerpa á hvað er heilbrigt samband, óheilbrigt og hvenær við erum komin yfir í ofbeldissamband,“ útskýrir Svandís Anna Sigurðardóttir, sem er verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum. Í ár er það gert með því að fá ungmenni til að spila Sjúk flögg umræðuspilið. Það gengur út á að ræða fullyrðingar sem standa á spilunum og komast að því hvort þær séu grænar eða rauðar. 

Þær staðhæfingar sem eru heilbrigðar flokkast sem græn flögg. Dæmi um grænt flagg er til dæmis þegar sagt er við maka: „Ég vil að …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár