Flest þeirra sem leita til Stígamóta verða fyrir kynferðisofbeldi í fyrsta skipti fyrir 18 ára aldur. Í ljósi þessa var farið af stað með fræðslu- og forvarnarverkefnið Sjúk ást árið 2018. Markmiðið er að ná til ungs fólks, veita því fræðslu um heilbrigði í samböndum og útskýra hvað telst vera óheilbrigt og ofbeldi.
Græn og rauð flögg
„Við erum að reyna að skerpa á hvað er heilbrigt samband, óheilbrigt og hvenær við erum komin yfir í ofbeldissamband,“ útskýrir Svandís Anna Sigurðardóttir, sem er verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum. Í ár er það gert með því að fá ungmenni til að spila Sjúk flögg umræðuspilið. Það gengur út á að ræða fullyrðingar sem standa á spilunum og komast að því hvort þær séu grænar eða rauðar.
Þær staðhæfingar sem eru heilbrigðar flokkast sem græn flögg. Dæmi um grænt flagg er til dæmis þegar sagt er við maka: „Ég vil að …
Athugasemdir