Það er mun auðveldara að vera kona númer tvö en að vera kona númer eitt. Ég bý að því að það er búið að ryðja ákveðna braut þegar ég tek við. Svo fólk er ekki eins mikið að einblína á hvers kyns ég er, heldur bara mín verk. Það er mín upplifun.“
Þetta segir Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í samtali við Heimildina. Hún var kjörin leiðtogi þjóðkirkjunnar, önnur íslenskra kvenna, á síðasta ári. Þrátt fyrir að fordæmi sé fyrir konu í hlutverkinu segir Guðrún að hún upplifi annað viðmót en karlar myndu gera í hennar stöðu. „Það hef ég líka gert sem prestur. Fólk segir meira við konur í ýmsum stjórnunar- og áhrifastöðum, held ég, en það myndi segja við karlmenn.“
Hún útskýrir að frá því hún hóf störf sem prestur hafi hún fundið fyrir því að fólk láti í ljós skoðanir á því sem konur geri með opinskárri …
Athugasemdir (1)