Spurningaþraut 28. mars 2025: Hvaða fjall er þetta? – og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 28. mars.

Spurningaþraut 28. mars 2025: Hvaða fjall er þetta? – og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvaða fjall má hér sjá?
Seinni myndaspurning:Hver er þetta?

Almennar spurningar:

  1. Hún hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabókina Eldgos og heitir ... hvað?
  2. Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason kallar sig yfirleitt ... hvað?
  3. Hvar er Ægisgarður? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
  4. Hvað heitir þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta?
  5. En hvað heitir þjálfari karlaliðs Englands í sömu íþrótt?
  6. En hvaða enskur leikmaður skyldi hafa skorað flest mörk fyrir það lið frá upphafi?
  7. Hvaða borg féll eftir langt umsátur árið 1453?
  8. Mítósa heitir fyrirbrigði eitt, mjög algengt. Það er reyndar að eiga sér stað í líkama þínum einmitt núna og það á mörgum stöðum. Hvað kallast mítósa á íslensku?
  9. Munch Bunch nefndust frægar teiknimyndapersónur fyrir minni börnin sem vinsælar voru um 1980. Hvað nefndust þær á íslensku?
  10. Hver er stærsti fugl í heimi?
  11. Hvar í Frakklandi er haldin víðfræg kvikmyndahátíð árlega?
  12. En hvar er frægasta kvikmyndahátíð Ítalíu haldin?
  13. Í forsetakosningum á Íslandi 2024 fengu sex frambjóðendur innan við eitt prósent hver. Hver fékk flest atkvæði af þessum sex? 
  14. Hvað heitir höfuðborgin í Belarús eða Hvíta-Rússlandi?
  15. Hvað heitir leikarinn sem lék Harry Potter í bíómyndaröð um töfrastrákinn?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Etna á Ítalíu. Á seinni myndinni er rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir.
Svör við almennum spurningum:
1.  Rán Flygenring.  —  2.  Herra Hnetusmjör.  —  3.  Við höfnina í Reykjavík.  —  4.   Arnar Gunnlaugsson.  —  5.  Thomas Tuchel.  —   6.  Harry Kane.  —  7.  Konstantínópel (Mikligarður, Istanbúl).  —  8.  Frumuskipting.  —  9.  Smjattpattar.  —  10.  Strúturinn.  —  11.  Cannes.  —  12.  Í Feneyjum.  —  13.  Steinunn Ólína.  —  14.  Minsk.  —  15.  Daniel Radcliffe.
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • 13 & 1
    0
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    13/1 í dag. Bara fótboltinn sem felldi mig í almenna geiranum og svo þekkti ég ekki þessa konu því miður.
    0
  • TOK
    Tómas og Katla skrifaði
    2 & 11, rosa stolt í dag!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár