
Seinni myndaspurning:Hver er þetta?
Almennar spurningar:
- Hún hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabókina Eldgos og heitir ... hvað?
- Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason kallar sig yfirleitt ... hvað?
- Hvar er Ægisgarður? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
- Hvað heitir þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta?
- En hvað heitir þjálfari karlaliðs Englands í sömu íþrótt?
- En hvaða enskur leikmaður skyldi hafa skorað flest mörk fyrir það lið frá upphafi?
- Hvaða borg féll eftir langt umsátur árið 1453?
- Mítósa heitir fyrirbrigði eitt, mjög algengt. Það er reyndar að eiga sér stað í líkama þínum einmitt núna og það á mörgum stöðum. Hvað kallast mítósa á íslensku?
- Munch Bunch nefndust frægar teiknimyndapersónur fyrir minni börnin sem vinsælar voru um 1980. Hvað nefndust þær á íslensku?
- Hver er stærsti fugl í heimi?
- Hvar í Frakklandi er haldin víðfræg kvikmyndahátíð árlega?
- En hvar er frægasta kvikmyndahátíð Ítalíu haldin?
- Í forsetakosningum á Íslandi 2024 fengu sex frambjóðendur innan við eitt prósent hver. Hver fékk flest atkvæði af þessum sex?
- Hvað heitir höfuðborgin í Belarús eða Hvíta-Rússlandi?
- Hvað heitir leikarinn sem lék Harry Potter í bíómyndaröð um töfrastrákinn?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Etna á Ítalíu. Á seinni myndinni er rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir.
Svör við almennum spurningum:
1. Rán Flygenring. — 2. Herra Hnetusmjör. — 3. Við höfnina í Reykjavík. — 4. Arnar Gunnlaugsson. — 5. Thomas Tuchel. — 6. Harry Kane. — 7. Konstantínópel (Mikligarður, Istanbúl). — 8. Frumuskipting. — 9. Smjattpattar. — 10. Strúturinn. — 11. Cannes. — 12. Í Feneyjum. — 13. Steinunn Ólína. — 14. Minsk. — 15. Daniel Radcliffe.
Athugasemdir (3)