Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Foreldraráð Sælukots segir aðstæður í skólanum góðar

Í yf­ir­lýs­ingu sem for­eldra­ráð einka­rekna leik­skól­ans Sælu­kots sendi vegna um­fjöll­un­ar Heim­ild­ar­inn­ar seg­ir að að­stæð­ur í skól­an­um í dag séu góð­ar. Þau umkvört­un­ar­efni sem fjall­að er um end­ur­spegli ekki stöð­una í dag.

Foreldraráð Sælukots segir aðstæður í skólanum góðar

Foreldraráð leikskólans Sælukots gagnrýnir harðlega frétt Heimildarinnar og segja hanabyggja á gömlum og úreltum gögnum, þar á meðal 10 ára gamalli frásögn, og kalla það forkastanleg vinnubrögð. Fullyrðingar í frétt um niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála séu rangar, þar sem kærunni hafi verið vísað frá vegna liðins kærufrests, ekki vegna efnisatriða. 

Í umfjöllun Heimildarinnar, sem birtist á föstudag í prentútgáfu og í dag, laugardag á vef, er fjallað um kvartanir foreldra fyrrverandi leikskólabarna í skólanum og fyrrverandi starfsfólks yfir aðbúnaði, á sama tíma og leikskólinn skilaði hagnaði og stjórnendur fjárfestu í fasteignum. Þær fasteignir hafa verið nýttar af stjórnarformanni félagsins utan um rekstur leikskólans, sem einnig starfar á leikskólanum.

Foreldraráðið hafnar í yfirlýsingu sinni þeirri fullyrðingu að það hafi ekki viljað tjá sig; engin samskipti hafi átt sér stað við núverandi ráð af hálfu blaðamanns. Ráðið lýsir …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár