Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra ætlar að segja af sér ráðherraembætti. Hún ætlar hins vegar að sitja áfram á þingi. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem byggir á óbirtu viðtali við ráðherrann.
Fyrr í kvöld upplýsti RÚV að Ásthildur Lóa hafi átt í ástarsambandi við fimmtán ára pilt sem hún leiðbeindi í unglingastarfi trúfélagsins Trú og líf þegar hún var sjálf 22 ára. Þau eignuðust síðan barn þegar pilturinn var nýorðinn sextán ára gamall og hún 23 ára.
„Við ræddum málið og ég sagði henni hvernig sagan hefði verið og forsætisráðherra, hvað á ég að segja, skildi að þetta var ekki alveg eins og það hljómaði,“ segir Ásthildur Lóa í broti sem birt hefur verið úr viðtalinu á RÚV. „Niðurstaðan er sú að ég hef ákveðið og látið forsætisráðherra vita af því, að ég mun segja af mér sem barna- og menntamálaráðherra.“
Ásthildur Lóa segir í viðtalinu að þetta „persónulega …
Athugasemdir (1)