Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri

Breyt­ing­ar verða á rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar og Að­al­steinn Kjart­ans­son tek­ur við stöðu að­stoð­ar­rit­stjóra. Hann hef­ur starf­að á fjöl­miðl­um frá ár­inu 2010 og hlot­ið fjöl­marg­ar við­ur­kenn­ing­ar á sín­um ferli.

Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri

Aðalsteinn Kjartansson tekur við stöðu aðstoðarritstjóra á Heimildinni.

Aðalsteinn hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli sem blaðamaður. Blaðamannafélag Íslands veitti honum viðurkenningu sem blaðamaður ársins árið 2021, fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, skæruliðadeild Samherja og aflandsleka í Pandóruskjölunum. Tekið var fram í rökstuðningi dómnefndar að skrif hans hafi haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. 

Hann hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2019 fyrir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu, ásamt Helga Seljan, Stefáni Drengssyni og Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni Stundarinnar. Að auki er Aðalsteinn einn höfunda bókarinnar Ekkert að fela: Á slóð Samherja í Afríku. Þá hlaut hann tilnefningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins árið 2023, ásamt Helga Seljan, fyrir umfjöllun um snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995. 

Aðalsteinn hóf störf á Stundinni árið 2021, áður en miðillinn sameinaðist Kjarnanum árið 2023. Hann hefur því verið á ritstjórn Heimildarinnar frá upphafi. Samhliða öðrum störfum hefur hann stýrt Pressu, kappræðum og haldið úti hlaðvarpsþættinum Tuð blessi Ísland fyrir Heimildina.

Áður vann hann að fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV, var einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á RÚV og starfaði hjá Reykjavík Media ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, þar sem hann vann að ítarlegum fréttaskýringum og heimildarmynd um Panama-skjölin. Hann hefur starfað á fjölmiðlum frá árinu 2010.

Heimildin hefur það að meginmarkmiði að viðhalda óháðum vettvangi til að stunda og birta rannsóknarblaðamennsku. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Heimildarinnar, Ragnhildur Þrastardóttir er fréttastjóri og Erla Hlynsdóttir er fréttastjóri vefsins. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár