Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri

Breyt­ing­ar verða á rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar og Að­al­steinn Kjart­ans­son tek­ur við stöðu að­stoð­ar­rit­stjóra. Hann hef­ur starf­að á fjöl­miðl­um frá ár­inu 2010 og hlot­ið fjöl­marg­ar við­ur­kenn­ing­ar á sín­um ferli.

Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri

Aðalsteinn Kjartansson tekur við stöðu aðstoðarritstjóra á Heimildinni.

Aðalsteinn hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli sem blaðamaður. Blaðamannafélag Íslands veitti honum viðurkenningu sem blaðamaður ársins árið 2021, fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, skæruliðadeild Samherja og aflandsleka í Pandóruskjölunum. Tekið var fram í rökstuðningi dómnefndar að skrif hans hafi haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. 

Hann hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2019 fyrir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu, ásamt Helga Seljan, Stefáni Drengssyni og Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni Stundarinnar. Að auki er Aðalsteinn einn höfunda bókarinnar Ekkert að fela: Á slóð Samherja í Afríku. Þá hlaut hann tilnefningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins árið 2023, ásamt Helga Seljan, fyrir umfjöllun um snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995. 

Aðalsteinn hóf störf á Stundinni árið 2021, áður en miðillinn sameinaðist Kjarnanum árið 2023. Hann hefur því verið á ritstjórn Heimildarinnar frá upphafi. Samhliða öðrum störfum hefur hann stýrt Pressu, kappræðum og haldið úti hlaðvarpsþættinum Tuð blessi Ísland fyrir Heimildina.

Áður vann hann að fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV, var einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á RÚV og starfaði hjá Reykjavík Media ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, þar sem hann vann að ítarlegum fréttaskýringum og heimildarmynd um Panama-skjölin. Hann hefur starfað á fjölmiðlum frá árinu 2010.

Heimildin hefur það að meginmarkmiði að viðhalda óháðum vettvangi til að stunda og birta rannsóknarblaðamennsku. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Heimildarinnar, Ragnhildur Þrastardóttir er fréttastjóri og Erla Hlynsdóttir er fréttastjóri vefsins. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár