Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri

Breyt­ing­ar verða á rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar og Að­al­steinn Kjart­ans­son tek­ur við stöðu að­stoð­ar­rit­stjóra. Hann hef­ur starf­að á fjöl­miðl­um frá ár­inu 2010 og hlot­ið fjöl­marg­ar við­ur­kenn­ing­ar á sín­um ferli.

Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri

Aðalsteinn Kjartansson tekur við stöðu aðstoðarritstjóra á Heimildinni.

Aðalsteinn hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli sem blaðamaður. Blaðamannafélag Íslands veitti honum viðurkenningu sem blaðamaður ársins árið 2021, fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, skæruliðadeild Samherja og aflandsleka í Pandóruskjölunum. Tekið var fram í rökstuðningi dómnefndar að skrif hans hafi haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. 

Hann hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2019 fyrir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu, ásamt Helga Seljan, Stefáni Drengssyni og Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni Stundarinnar. Að auki er Aðalsteinn einn höfunda bókarinnar Ekkert að fela: Á slóð Samherja í Afríku. Þá hlaut hann tilnefningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins árið 2023, ásamt Helga Seljan, fyrir umfjöllun um snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995. 

Aðalsteinn hóf störf á Stundinni árið 2021, áður en miðillinn sameinaðist Kjarnanum árið 2023. Hann hefur því verið á ritstjórn Heimildarinnar frá upphafi. Samhliða öðrum störfum hefur hann stýrt Pressu, kappræðum og haldið úti hlaðvarpsþættinum Tuð blessi Ísland fyrir Heimildina.

Áður vann hann að fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV, var einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á RÚV og starfaði hjá Reykjavík Media ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, þar sem hann vann að ítarlegum fréttaskýringum og heimildarmynd um Panama-skjölin. Hann hefur starfað á fjölmiðlum frá árinu 2010.

Heimildin hefur það að meginmarkmiði að viðhalda óháðum vettvangi til að stunda og birta rannsóknarblaðamennsku. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Heimildarinnar, Ragnhildur Þrastardóttir er fréttastjóri og Erla Hlynsdóttir er fréttastjóri vefsins. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár