Kartöfluuppskera síðasta árs náði ekki nema 5.514 tonnum, sem er það minnsta sem komið hefur af kartöflum úr jörðu síðan 1993. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar um uppskeru síðasta árs í landbúnaði. Uppskera gulróta og rófubænda var sömuleiðis minni síðasta sumar en fyrri ár.
„Það var náttúrulega eiginlega ekkert sumar, það var nú gallinn við þetta,“ segir Guðni Þór Guðjónsson kartöflubóndi í Þykkvabæ um uppskerubrestinn síðasta sumar. Sama lögmál gildi um hvað er gott sumar fyrir kartöflur og ferðamenn, það þurfi að skína sól og vera hlýtt í veðri. „Það var kalt í allt sumar, þannig lagað. Blautt og kalt.“
„Það var náttúrulega eiginlega ekkert sumar“
Guðni rifjar upp uppskerubrest sem varð á Suðurlandi árið 2009, þegar tvær frostnætur felldu meira eða minna öll kartöflugrös. „Mér finnst eitt ár gleymast, inni í þessu. Það var 2009 sem var , við fengum tvær frostnætur í júlí sem felldi allt …
Athugasemdir (1)