Listin í Suður-Afríku breytti lífinu

Stina Ed­blom er list­rænn stjórn­andi frá Sví­þjóð. Dvöl henn­ar í Suð­ur-Afr­íku breytti heims­sýn­inni en þar var hún meira og minna í átta ár.

Listin í Suður-Afríku breytti lífinu
Að njóta listarinnar Listræni stjórnandinn Stina Edblom naut þess að skoða sig um í Reykjavíkurborg og hitta listafólk. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Stina Edblom og kem frá Gautaborg í Svíþjóð. Ég er stödd á Íslandi til þess að heimsækja Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Ég hef verið hér síðan á laugardaginn og fer til Hveragerðis á morgun. En í dag ætla ég að skoða list og hitta listafólk. Núna er ég að labba um Reykjavík og mér finnst þetta falleg borg. 

Ég er listrænn stjórnandi listasafnsins Art Inside Out sem er staðsett í Halland-héraði í Svíþjóð. Við erum listastofnun fyrir listafólk á faraldsfæti. Við erum að skoða möguleikann á alþjóðlegri samvinnu. 

Það hafði mikil áhrif á mig að fara til Suður-Afríku þegar ég var 21 árs gamall háskólanemi. Þar var ég meira og minna í átta ár að vinna í list. Ég reyndi að svara spurningum um lýðræði og vinna gegn kynþáttafordómum. Sú lífsreynsla hafði áhrif á hvað ég valdi mér að vinna við.

Ég lít á list sem leið til að breyta samfélaginu. Hún veitir fólki nýja sýn á hlutina og í gegnum hana er hægt að öðlast nýjar upplifanir. Ég held að þessi reynsla mín í Suður-Afríku hafi haft áhrif á heimsmyndina mína og að ég vil leggja mig fram um að vinna að betri heimi. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu