Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garð­ar Helga­son hef­ur ver­ið kjör­inn nýr vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Ný stjórn Sjálfstæðisflokksins Mynd: Golli

Jens Garðar Helgason var kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöllinni í dag og tekur við embættinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Jens Garðar hlaut 928 atkvæði, eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist Einarsdóttir hlaut 758 atkvæði eða 43,4 prósent. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fékk 59 atkvæði, án þess þó að hún hafi tilkynnt um framboð til embættisins.

Í ræðu sinni þakkaði Jens Garðar Diljá Mist Einarsdóttur mótframbjóðanda sínum og sagðist hann lofa því að vera glaður og djarfur. Framundan væru sveitarstjórnarkosningar. „Og fálkinn mun blakta við hvert ráðhús næsta vor.“

Fyrr á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins – fyrst kvenna. Hún hlaut 50,11% atkvæða og aðeins 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Litlu munaði á að kjósa þyrfti aftur en formaðurinn þarf að fá yfir helming atkvæða til að verða kjörinn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Eins gott að Laxmaður Noregsson komist aldrei í ríkisstjórn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár