Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garð­ar Helga­son hef­ur ver­ið kjör­inn nýr vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Ný stjórn Sjálfstæðisflokksins Mynd: Golli

Jens Garðar Helgason var kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöllinni í dag og tekur við embættinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Jens Garðar hlaut 928 atkvæði, eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist Einarsdóttir hlaut 758 atkvæði eða 43,4 prósent. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fékk 59 atkvæði, án þess þó að hún hafi tilkynnt um framboð til embættisins.

Í ræðu sinni þakkaði Jens Garðar Diljá Mist Einarsdóttur mótframbjóðanda sínum og sagðist hann lofa því að vera glaður og djarfur. Framundan væru sveitarstjórnarkosningar. „Og fálkinn mun blakta við hvert ráðhús næsta vor.“

Fyrr á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins – fyrst kvenna. Hún hlaut 50,11% atkvæða og aðeins 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Litlu munaði á að kjósa þyrfti aftur en formaðurinn þarf að fá yfir helming atkvæða til að verða kjörinn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Eins gott að Laxmaður Noregsson komist aldrei í ríkisstjórn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár