Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garð­ar Helga­son hef­ur ver­ið kjör­inn nýr vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Ný stjórn Sjálfstæðisflokksins Mynd: Golli

Jens Garðar Helgason var kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöllinni í dag og tekur við embættinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Jens Garðar hlaut 928 atkvæði, eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist Einarsdóttir hlaut 758 atkvæði eða 43,4 prósent. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fékk 59 atkvæði, án þess þó að hún hafi tilkynnt um framboð til embættisins.

Í ræðu sinni þakkaði Jens Garðar Diljá Mist Einarsdóttur mótframbjóðanda sínum og sagðist hann lofa því að vera glaður og djarfur. Framundan væru sveitarstjórnarkosningar. „Og fálkinn mun blakta við hvert ráðhús næsta vor.“

Fyrr á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins – fyrst kvenna. Hún hlaut 50,11% atkvæða og aðeins 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Litlu munaði á að kjósa þyrfti aftur en formaðurinn þarf að fá yfir helming atkvæða til að verða kjörinn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Eins gott að Laxmaður Noregsson komist aldrei í ríkisstjórn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
1
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár