Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir var kjör­in formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á 45. lands­fundi flokks­ins í Laug­ar­dals­höll í há­deg­inu. Að­eins mun­aði 19 at­kvæð­um á henni og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins
Nýr formaður Mynd: Golli

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 50,11 prósent atkvæða á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll fyrr í dag og tekur við af Bjarna Benediktssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2009.

Er þetta í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðisflokksins sem kona er kjörin formaður, en í framboði voru einnig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem fékk 49,09 prósent atkvæða, og Snorri Ásmundsson myndlistarmaður.

Guðrún 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna. Gild atkvæði voru 1858. 

Talsverð spenna ríkti í aðdraganda formannskjörsins en tvísýnt þótti hvort það yrði Áslaug Arna eða Guðrún sem myndi bera sigur úr býtum. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti að telja atkvæðin tvisvar, en ljóst er af úrslitunum að varla mátti tæpara standa á milli frambjóðendanna tveggja.

„Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt. Þetta er ekki sigur einstaklingsins, þetta er sigur okkar allra,“ sagði Guðrún eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar.

Hún sagði að flokkurinn hygðist snúa vörn í sókn og að hún væri tilbúin í þá vegferð. „Við ætlum að stækka flokkinn og verða aftur hryggjarstykkið í íslenskri pólitík.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hélt ræðu þar sem hún óskaði Guðrúnu til hamingju með sigurinn. „Ég er stolt af því að hafa látið slag standa og gefið kost á mér sem formaður,“ sagði hún. Áslaug sagði að fundurinn væri sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sagði að fleiri hefðu tekið þátt í honum en kusu Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæunum báðum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
6
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár