Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir var kjör­in formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á 45. lands­fundi flokks­ins í Laug­ar­dals­höll í há­deg­inu. Að­eins mun­aði 19 at­kvæð­um á henni og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins
Nýr formaður Mynd: Golli

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 50,11 prósent atkvæða á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll fyrr í dag og tekur við af Bjarna Benediktssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2009.

Er þetta í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðisflokksins sem kona er kjörin formaður, en í framboði voru einnig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem fékk 49,09 prósent atkvæða, og Snorri Ásmundsson myndlistarmaður.

Guðrún 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna. Gild atkvæði voru 1858. 

Talsverð spenna ríkti í aðdraganda formannskjörsins en tvísýnt þótti hvort það yrði Áslaug Arna eða Guðrún sem myndi bera sigur úr býtum. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti að telja atkvæðin tvisvar, en ljóst er af úrslitunum að varla mátti tæpara standa á milli frambjóðendanna tveggja.

„Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt. Þetta er ekki sigur einstaklingsins, þetta er sigur okkar allra,“ sagði Guðrún eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar.

Hún sagði að flokkurinn hygðist snúa vörn í sókn og að hún væri tilbúin í þá vegferð. „Við ætlum að stækka flokkinn og verða aftur hryggjarstykkið í íslenskri pólitík.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hélt ræðu þar sem hún óskaði Guðrúnu til hamingju með sigurinn. „Ég er stolt af því að hafa látið slag standa og gefið kost á mér sem formaður,“ sagði hún. Áslaug sagði að fundurinn væri sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sagði að fleiri hefðu tekið þátt í honum en kusu Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæunum báðum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár