Íslandsbanki og Arion banki munu ekki sameinast á næstunni. Stjórn Arion banki hafði farið þess á leit við stjórn Íslandsbanka að teknar yrðu upp samrunaviðræður á milli bankanna tveggja. Íslenska ríkið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka en lífeyrissjóðir og einkafjárfestar eru eigendur Arion banka.
Í tilkynningu sem bankinn birti nú undir kvöld segir að stjórnin hafi fjallað vandlega um málið og eftir þá ítarlegu yfirferð og greiningu hafi niðurstaðan verið að hefja ekki samrunaviðræður. Boð Arion banka um viðræður með það að marki að taka yfir Íslandsbanka barst sama dag og tilkynnt var um fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum.
„Stjórn bankans þakkar Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka,“ segir í tilkynningu stjórnar Íslandsbanka.
Þegar greint var frá hugmyndum Arion banka stigu fjölmargir fram og lýstu yfir efasemdum að af samruna gæti orðið. Þar á meðal var Kristrún Frostadóttir …
Athugasemdir