Stjórn Íslandsbanka afþakkar pent samruna við Arion

Ekki verð­ur af samruna Ari­on banka og Ís­lands­banka eft­ir að stjórn þess síð­ar­nefnda af­þakk­aði boð um að hefja samruna­við­ræð­ur. Stjórn­in bank­ans seg­ist hafa skoð­að mál­ið vel og kom­ist af þess­ari nið­ur­stöðu.

Stjórn Íslandsbanka afþakkar pent samruna við Arion
Fram veginn Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka, sem verður rekinn áfram í óbreyttri mynd, þrátt fyrir hugmyndir stjórnenda Arion banka um sameiningu. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Íslandsbanki og Arion banki munu ekki sameinast á næstunni. Stjórn Arion banki hafði farið þess á leit við stjórn Íslandsbanka að teknar yrðu upp samrunaviðræður á milli bankanna tveggja. Íslenska ríkið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka en lífeyrissjóðir og einkafjárfestar eru eigendur Arion banka. 

Í tilkynningu sem bankinn birti nú undir kvöld segir að stjórnin hafi fjallað vandlega um málið og eftir þá ítarlegu yfirferð og greiningu hafi niðurstaðan verið að hefja ekki samrunaviðræður. Boð Arion banka um viðræður með það að marki að taka yfir Íslandsbanka barst sama dag og tilkynnt var um fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum. 

„Stjórn bankans þakkar Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka,“ segir í tilkynningu stjórnar Íslandsbanka. 

Þegar greint var frá hugmyndum Arion banka stigu fjölmargir fram og lýstu yfir efasemdum að af samruna gæti orðið. Þar á meðal var Kristrún Frostadóttir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár