Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Stjórn Íslandsbanka afþakkar pent samruna við Arion

Ekki verð­ur af samruna Ari­on banka og Ís­lands­banka eft­ir að stjórn þess síð­ar­nefnda af­þakk­aði boð um að hefja samruna­við­ræð­ur. Stjórn­in bank­ans seg­ist hafa skoð­að mál­ið vel og kom­ist af þess­ari nið­ur­stöðu.

Stjórn Íslandsbanka afþakkar pent samruna við Arion
Fram veginn Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka, sem verður rekinn áfram í óbreyttri mynd, þrátt fyrir hugmyndir stjórnenda Arion banka um sameiningu. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Íslandsbanki og Arion banki munu ekki sameinast á næstunni. Stjórn Arion banki hafði farið þess á leit við stjórn Íslandsbanka að teknar yrðu upp samrunaviðræður á milli bankanna tveggja. Íslenska ríkið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka en lífeyrissjóðir og einkafjárfestar eru eigendur Arion banka. 

Í tilkynningu sem bankinn birti nú undir kvöld segir að stjórnin hafi fjallað vandlega um málið og eftir þá ítarlegu yfirferð og greiningu hafi niðurstaðan verið að hefja ekki samrunaviðræður. Boð Arion banka um viðræður með það að marki að taka yfir Íslandsbanka barst sama dag og tilkynnt var um fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum. 

„Stjórn bankans þakkar Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka,“ segir í tilkynningu stjórnar Íslandsbanka. 

Þegar greint var frá hugmyndum Arion banka stigu fjölmargir fram og lýstu yfir efasemdum að af samruna gæti orðið. Þar á meðal var Kristrún Frostadóttir …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár