„Það var bara sjokk. Í rauninni bjuggumst við ekki við þessu,“ segir Atli Guðbrandsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélaginu, en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði í vikunni frá máli brimbrettakappa þar sem þess var krafist að framkvæmdaleyfi til þess að búa til landfyllingu við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn yrði felldrúr gildi.
Næsta skref óákveðið
Brimbrettakappar óttast að fyllingin muni eyðileggja það sem þeir telja einstakt útivistarsvæði brimbrettakappa en úrskurðarnefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að félagið ætti ekki beina aðild að því.
„Það lítur út fyrir að þarna sé einfaldlega verið að vaða yfir þau, og manni blöskrar það auðvitað
Niðurstaðan kom Brimbrettafélaginu í opna skjöldu. Brimbrettaiðkendur hafa nýtt sér ölduna, sem þeir segja vera heimsklassaöldu, í um tvo áratugi að minnsta kosti.
„Við bjuggumst við því að eiga lögvarða hagsmuni,“ segir Atli.
Lögmaður félagsins skoðar nú hvað sé hægt að gera en Brimbrettafélagið hefur ekki …
Athugasemdir