Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð

Ný borg­ar­stjórn verð­ur kynnt í dag. Í dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar má finna til­lög­ur þar sem íbúa­ráð verða leyst upp og mál­efni fatl­aðs fólks verð­ur sam­ein­að mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráði og úr verð­ur nýtt mann­rétt­inda­ráð.

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð
Hér má sjá oddvita flokkana á fundi fyrr í vikunni. Mynd: Golli

Aukafundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður haldinn klukkan 16:40 í dag og verður þá nýr meirihluti og kosið í ráð. Vísir greindi frá því síðdegis í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar verði kjörin borgarstjóri en það hefur ekki verið staðfest. Heimildin reyndi að hafa samband við hana án árangurs. 

Píratar héldu fund í gærkvöldi þar sem nýtt meirihlutasamstarf var kynnt og Samfylkingin heldur samskonar fund um klukkan þrjú í dag. Þá vekur athygli að Heiða Björg á afmæli í dag.

Tvær tillögur liggja fyrir á dagskrá fundarins frá borgarfulltrúum hins nýja meirihluta. Fyrri tillagan snýr að breyttu hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.

Þar er lagt til að borgarstjórn samþykki að sameina málaflokka sem nú heyra undir fjölmenningarráð, öldungaráð og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í nýju mannréttindaráði sem tekur við hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í mars og kemur í stað gildandi samþykkta. 

Í seinni tillögunni má einnig finna afgerandi breytingar, en þar er lagt til af nýjum meirihluta, að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð. Verkefnið var kynnt af Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem leiddi stýrihóp um verkefnið. Einn íbúi var þá slembivalinn inn í ráðið og var um tilraunaverkefni til eins árs að ræða, en rúm fimm ár eru síðan því var komið á laggirnar. Þarna er um afgerandi breytingar að ræða sem eru augljóslega afrakstur samningaviðræðna nýs meirihluta borgarinnar sem mun samanstanda af Vinstri grænum, Sósíalistum, Samfylkingu, Flokki fólksins og svo Pírötum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Guð hjálpi borgarbúum segi ég bara... ekki veitir þeim af á næstunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár