Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð

Ný borg­ar­stjórn verð­ur kynnt í dag. Í dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar má finna til­lög­ur þar sem íbúa­ráð verða leyst upp og mál­efni fatl­aðs fólks verð­ur sam­ein­að mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráði og úr verð­ur nýtt mann­rétt­inda­ráð.

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð
Hér má sjá oddvita flokkana á fundi fyrr í vikunni. Mynd: Golli

Aukafundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður haldinn klukkan 16:40 í dag og verður þá nýr meirihluti og kosið í ráð. Vísir greindi frá því síðdegis í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar verði kjörin borgarstjóri en það hefur ekki verið staðfest. Heimildin reyndi að hafa samband við hana án árangurs. 

Píratar héldu fund í gærkvöldi þar sem nýtt meirihlutasamstarf var kynnt og Samfylkingin heldur samskonar fund um klukkan þrjú í dag. Þá vekur athygli að Heiða Björg á afmæli í dag.

Tvær tillögur liggja fyrir á dagskrá fundarins frá borgarfulltrúum hins nýja meirihluta. Fyrri tillagan snýr að breyttu hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.

Þar er lagt til að borgarstjórn samþykki að sameina málaflokka sem nú heyra undir fjölmenningarráð, öldungaráð og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í nýju mannréttindaráði sem tekur við hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í mars og kemur í stað gildandi samþykkta. 

Í seinni tillögunni má einnig finna afgerandi breytingar, en þar er lagt til af nýjum meirihluta, að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð. Verkefnið var kynnt af Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem leiddi stýrihóp um verkefnið. Einn íbúi var þá slembivalinn inn í ráðið og var um tilraunaverkefni til eins árs að ræða, en rúm fimm ár eru síðan því var komið á laggirnar. Þarna er um afgerandi breytingar að ræða sem eru augljóslega afrakstur samningaviðræðna nýs meirihluta borgarinnar sem mun samanstanda af Vinstri grænum, Sósíalistum, Samfylkingu, Flokki fólksins og svo Pírötum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Guð hjálpi borgarbúum segi ég bara... ekki veitir þeim af á næstunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár