Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32 sem er móttökuhús fyrir ríkisstjórn Íslands. Vegfarendur sem eiga leið þar fram hjá geta séð gröfu fyrir utan húsið og í gluggum glittir í gosdósir, líklega þeirra sem nú eru að vinna í húsinu. Heimildin spurði forsætisráðuneytið um hverslags framkvæmdir væri að ræða og hver áætlaður kostnaður væri.
Timburveggir reyndust vera steinsteyptir
Í svari sínu fór ráðuneytið yfir helstu framkvæmdir en gat ekki svarað spurningunni um kostnað því að tveir veggir hefðu á dögunum óvænt breytt áætlunum. „Fyrir tveim vikum kom í ljós að tveir útveggir sem átti að lagfæra/breyta eru ekki timburveggir eins og aðrir útveggir hússins heldur eru þeir steinsteyptir. Þetta var óvænt og breytir nokkuð forsendum kostnaðarútreikninga. Í ljósi þess er ekki unnt að gefa út kostnaðaráætlun fyrr en unnið hefur verið úr þessum breytingum.“
„Þetta var óvænt og breytir nokkuð forsendum kostnaðarútreikninga
Athugasemdir