Brynjar Níelsson hefur verið settur í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda í embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að hann væri hæfastur. Dómnefndin er skipuð fimm einstaklingum, þar á meðal Þorgeiri Örlygssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem var skipaður eftir að dómnefnd sem Brynjar sat í mat hann hæfastan.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara er skipuð af dómsmálaráðherra til fimm ára í senn, þó þannig að ár hvert renni út skipunartími eins aðalmanns og varamanns hans. Skipun ráðherra byggir á tilnefningum frá Hæstarétti, Landsrétti, dómstólasýslunni, Alþingi og Lögmannafélagi Íslands.
Það var árið 2021 sem Þorgeir var tilnefndur af dómstólasýslunni og var hann skipaður af ráðherra í nóvember sama ár. Hann hefur því setið í dómnefndinni í rúm þrjú ár áður en nefndin tók afstöðu til umsækjenda um stöðu héraðsdómara nú í vetur. Það er …
Hvenær ætlum við að drullast út úr torfkofunum!