Skeljar
Tónlist og hljóðmynd: Katrín Helga Ólafsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Starfsumhverfi leikskálda á Íslandi er ekki öfundsvert. Leikskáld hafa löngum verið úthýst af launasjóðum og þannig skapast fá tækifæri fyrir þau til að þróa sínar vinnuaðferðir, prufa sig áfram, mistakast, læra af reynslunni og hitta vonandi að lokum í mark. Þegar vettvangurinn er ekki beysinn má fagna því þegar ung leikskáld koma fram á sjónarsviðið til að spreyta sig og skoða íslenskan samtíma. Skeljar eftir Magnús Thorlacius var frumsýnt á efri hæðinni í Ásmundarsal fyrr í mánuðinum en í sýningunni má sjá afrakstur ungs sviðslistafólks sem er að taka sín fyrstu skref í sviðslistaheiminum.
„Sjaldan verið mikilvægara að styðja við bakið á ungu sviðslistafólki enda er starfsumhverfið hrjóstrugt
Magnús hefur stigið fast til jarðar
Magnús Thorlacius útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskólans fyrir stuttu og hefur, ásamt fleirum, stigið fast til jarðar á leiksviðinu síðastliðin misseri. Útskriftarverkið hans, Lónið, var athyglisvert, hann er meðlimur Tóma rýmisins sem er eins konar …
Athugasemdir