Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Viljum bara fá sömu vexti og Færeyingar

Breki Karls­son, formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna, seg­ir venju­lega ís­lenska neyt­end­ur ekki hafa val um ann­að en að borga þá háu raun­vexti sem bank­arn­ir hafa upp á að bjóða. 96 millj­arða króna hagn­að­ur þeirra á síð­asta ári bygg­ir að stærst­um hluta á hrein­um vaxta­tekj­um.

Viljum bara fá sömu vexti og Færeyingar
Vaxtahagnaður Breki segir íslenska neytendur ekki krefjast stærri hluta en svo að fá sambærileg vaxtakjör og nágrannar okkar í Færeyjum. Mynd: Golli

„Meginþorri hagnaðar bankanna má rekja til hás vaxtastigs hér á Íslandi,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um 96 milljarða króna hagnað viðskiptabankanna fjögurra sem starfa á Íslandi. „Við erum með langhæsta raunvaxtastig af þeim löndum sem við viljum vera að bera okkur saman við. Raunvaxtastig í Evrópu er 0,5 prósent upp í 1 prósent. Við erum með þrefalt hærra raunvaxtastig.“

„Þetta sýnir það að bönkunum er gefið forskot, að taka þennan mun til sín. Við höfum ekkert val um annað vaxtastig, venjulegir neytendur, þó stórfyrirtæki hér geti tekið lán í evrum. Það er stundum talað um að við séum með tvær myntir; verðtryggða myntin og óverðtryggða. En við erum með þriðju myntina: stærstu aðilar á markaði geta tekið lán með erlendum vöxtum. 

Breki segir að kröfur íslenskra neytenda séu ekki úr hófi. „Íslenskir neytendur krefjast þess að fá vaxtastig á pari við það …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár