„Meginþorri hagnaðar bankanna má rekja til hás vaxtastigs hér á Íslandi,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um 96 milljarða króna hagnað viðskiptabankanna fjögurra sem starfa á Íslandi. „Við erum með langhæsta raunvaxtastig af þeim löndum sem við viljum vera að bera okkur saman við. Raunvaxtastig í Evrópu er 0,5 prósent upp í 1 prósent. Við erum með þrefalt hærra raunvaxtastig.“
„Þetta sýnir það að bönkunum er gefið forskot, að taka þennan mun til sín. Við höfum ekkert val um annað vaxtastig, venjulegir neytendur, þó stórfyrirtæki hér geti tekið lán í evrum. Það er stundum talað um að við séum með tvær myntir; verðtryggða myntin og óverðtryggða. En við erum með þriðju myntina: stærstu aðilar á markaði geta tekið lán með erlendum vöxtum.
Breki segir að kröfur íslenskra neytenda séu ekki úr hófi. „Íslenskir neytendur krefjast þess að fá vaxtastig á pari við það …
Athugasemdir (1)