„Það er eins og við séum tvö núll undir, og það eru tíu sekúndur eftir af leiktímanum,“ segir Atli Guðbrandsson, stjórnarmaður Brimbrettafélags Íslands, en félagið heyir sína síðustu orrustu um ölduna í Þorlákshöfn. Blaðamaður hitti mótmælendur á þriðjudag þar sem þeir stóðu á vöktum á miklu athafnasvæði nærri einhverju besta brimbrettasvæði landsins, mögulega víðar.
Mótmælin hófust á mánudag og lauk seint á miðvikudag. Ástæðan er sú að sveitarstjórn Ölfuss hyggst reisa landfyllingu sem mun skerða verðmætustu gæði brimbrettakappa á Íslandi, Þorlákshafnarölduna svokölluðu. Mótmælendur vörnuðu vinnumönnum að skerða svæðið þótt Skipulagsstofnun hefði úrskurðað að landfyllingin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Á meðan eru Atli og félagar í kappi við tímann. Þeir hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en framkvæmdum var óvænt frestað á svæðinu seint á miðvikudag, eftir að nefndin tók málið fyrir. Þá skilaði félagið inn formlegri tilkynningu á þriðjudaginn um að félagsmenn hygðust safna undirskriftum …
Fyrir þau sem vilja skilja sérstöðu svæðisins betur er hér að finna 15 mín heimildarmynd:
https://www.youtube.com/watch?v=qjr6GTv3f5A
þau sem vilja styðja málefnið geta fundið upplýsingar hér. Takk fyrir stuðninginn!
https://www.karolinafund.com/project/view/6409