Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Baráttan um brimið

Brimbretta­fé­lag Ís­lands ætl­ar að knýja á um íbúa­kosn­ingu um öld­una í Þor­láks­höfn. Verði land­fyll­ing að veru­leika mun það verða þungt högg fyr­ir við­kvæma menn­ingu brimbretta­ið­k­enda á Ís­landi. Fram­kvæmd­ir voru stöðv­að­ar á síð­ustu stundu.

Baráttan um brimið
Mótmæli Brimbrettakappar vörnuðu vinnumönnum að moka yfir ölduna. Hér má sjá Egil Örn Bjarnason rétt eftir að hann ræddi við blaðamann hjá erlendu brimbrettatímariti. Mynd: Golli

„Það er eins og við séum tvö núll undir, og það eru tíu sekúndur eftir af leiktímanum,“ segir Atli Guðbrandsson, stjórnarmaður Brimbrettafélags Íslands, en félagið heyir sína síðustu orrustu um ölduna í Þorlákshöfn. Blaðamaður hitti mótmælendur á þriðjudag þar sem þeir stóðu á vöktum á miklu athafnasvæði nærri einhverju besta brimbrettasvæði landsins, mögulega víðar.

Mótmælin hófust á mánudag og lauk seint á miðvikudag. Ástæðan er sú að sveitarstjórn Ölfuss hyggst reisa landfyllingu sem mun skerða verðmætustu gæði brimbrettakappa á Íslandi, Þorlákshafnarölduna svokölluðu. Mótmælendur vörnuðu vinnumönnum að skerða svæðið þótt Skipulagsstofnun hefði úrskurðað að landfyllingin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Á meðan eru Atli og félagar í kappi við tímann. Þeir hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en framkvæmdum var óvænt frestað á svæðinu seint á miðvikudag, eftir að nefndin tók málið fyrir. Þá skilaði félagið inn formlegri tilkynningu á þriðjudaginn um að félagsmenn hygðust safna undirskriftum …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ḿặṝḉ Žộṱḝṩ skrifaði
    Ég trúi ekki öðru en hægt sé að finna lausn þar sem þarfir hafnarinnar og varðveitun náttúruauðlindar fara saman.

    Fyrir þau sem vilja skilja sérstöðu svæðisins betur er hér að finna 15 mín heimildarmynd:
    https://www.youtube.com/watch?v=qjr6GTv3f5A

    þau sem vilja styðja málefnið geta fundið upplýsingar hér. Takk fyrir stuðninginn!
    https://www.karolinafund.com/project/view/6409
    2
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Af hverju er ekki hægt að færa steinana til annarra nota í stað þess að eyðileggja brimið? Heilbrigð strönd gæti líka þénað peninga og verið falleg á sama tíma.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár