Heimir Már úr sjónvarpinu og til Ingu

Frétta­mað­ur­inn Heim­ir Már Pét­urs­son hef­ur ver­ið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri og upp­lýs­inga­full­trúi þing­flokks Flokks fólks­ins. Hann yf­ir­gef­ur Stöð 2, þar sem hann hef­ur leitt stjórn­má­laum­fjöll­un mið­ils­ins.

Heimir Már úr sjónvarpinu og til Ingu

Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur sagt skilið við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og gengið til liðs við Flokk fólksins. Hann hefur tekið við sem framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins. 

Heimir er flestum landsmönnum kunnugur en hann hefur leitt stjórnmálalega umfjöllun Stöðvar 2, meðal annars fyrir síðustu þingkosningar. Hann hlaut Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2023. Heimir er þó ekki ókunnur stjórnmálastarfi en hann var framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999. 

Nýr lögfræðingurKatrín Viktoría Leiva er nýr lögfræðingur þingflokksins.

Í fréttatilkynningu Flokks fólksins segir að hann hafi meðal annars aðstoðað Margréti Frímannsdóttur formann flokksins í viðræðum um sameiningu fjögurra flokka sem síðar urðu að Samfylkingunni árið 2000. Nú verður hann Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og hennar fólki innan handar. 

Í samtali við Vísi, sinn gamla miðil, að hann sé spenntur fyrir nýja starfinu. „ …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár