Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur sagt skilið við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og gengið til liðs við Flokk fólksins. Hann hefur tekið við sem framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.
Heimir er flestum landsmönnum kunnugur en hann hefur leitt stjórnmálalega umfjöllun Stöðvar 2, meðal annars fyrir síðustu þingkosningar. Hann hlaut Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2023. Heimir er þó ekki ókunnur stjórnmálastarfi en hann var framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999.
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/2plNPRdoHQOs_200x447_44D3U-_I.jpg)
Í fréttatilkynningu Flokks fólksins segir að hann hafi meðal annars aðstoðað Margréti Frímannsdóttur formann flokksins í viðræðum um sameiningu fjögurra flokka sem síðar urðu að Samfylkingunni árið 2000. Nú verður hann Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og hennar fólki innan handar.
Í samtali við Vísi, sinn gamla miðil, að hann sé spenntur fyrir nýja starfinu. „ …
Athugasemdir