Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum

Gaselda­vél með ofni fyr­ir rúma hálfa millj­ón og inn­rétt­ing­ar fyr­ir 45,5 millj­ón­ir voru með­al kostn­að­ar­liða í 120 millj­óna króna fram­kvæmd­um á heim­ili for­seta Ís­lands á Bessa­stöð­um ný­ver­ið. Kostn­að­ur­inn fór 40 pró­sent fram úr áætl­un­um.

Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum
Flutti Halla Tómasdóttir flutti á Bessastaði þegar hún tók við embætti, en þar er embættisbústaður forseta Íslands staðsettur. Flutningar á búslóð hennar kostaði íslenska ríkið 5.695.244 krónur. Mynd: Golli

Framkvæmdir við bústað forseta Íslands á Bessastöðum fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Í heildina kostuðu framkvæmdirnar rúmar 120 milljónir króna en samþykkt hafði verið að verja 86 milljónum í verkið. Framkvæmdirnar snéru bæði að hefðbundnu viðhaldi, svo sem endurnýjun lagna, en líka aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári.

Hækkaði um 34,5 milljónir

Heimildin óskaði eftir upplýsingum um kostnað framkvæmdanna. Í svari frá forsætisráðuneytinu, sem borgar brúsann, kemur fram að tæpar 65 milljónir hafi farið í viðhald, svo sem á gólfi, vegna múrviðgerða, lagnahreinsunar- og viðgerða, málningarvinnu á veggjum, lofti og gluggum. Í yfirlitinu kemur líka fram kostnaður vegna endurnýjunar á tækjum og innréttingum var upp á tæpar 53 milljónir króna. 

Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn er merktur „innréttingar og uppsetning á þeim“ upp á samtals 45,5 milljónir króna. Þá kostaði nýr ísskápur og frystir 782 þúsund krónur, gaseldavél með ofni 525 þúsund krónur og uppþvottavél kostaði 350 þúsund krónur. 

Sjálfir flutningur búslóðar Höllu og fjölskyldu kostuðu 5,2 milljónir, samkvæmt yfirlitinu. 

Öryggissjónarmið leiddu til hækkunar

Í svari ráðuneytisins segir að aukinn kostnaður skýrist meðal annars af því að viðgerðir og endurnýjun lagna hafi verið erfiðari og kostnaðarsamari en gert hafði verið ráð fyrir. Verktími hafi einnig verið skammur, meðal annars vegna öryggissjónarmiða Ríkislögreglustjóra um búsetu forseta. Það hafi haft áhrif til hækkunar. 

„Við upphaf framkvæmda kom svo í ljós að neysluvatnslagnir voru mjög illa farnar og þurfti að ráðast í viðgerðir, hreinsun og útskiptingu lagna,“ segir í skriflegu svari forsætisráðuneytisins til Heimildarinnar.

„Þá var húsnæðið aðlagað vegna breyttra fjölskylduaðstæðna og ráðist í nauðsynlegar viðgerðir og viðhald innanhúss. Innréttingar voru komnar á tíma og var ákveðið að ráðast í allsherjar endurnýjun á þeim samhliða framkvæmdum, en eldhúsinnrétting var endurnýjuð ásamt innréttingum á salernum og baðherbergjum og fataskápar settir upp.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Var ekki hægt að spara sumt af þessu, t.d. eldunartækin? Varla hefur fyrrverandi forsetafjölskylda, notað prímus til að elda á.
    2
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Skýrist að mestu af uppsafnaðri viðhaldsþörf og ég efast um að Halla hafi komið nálægt þessu. Arkitekt, innanhússarkitekt, verkfræðingar og svo framvegis. Þætti vænt um að fá upplýsingar á kostnað við flutninga eins sendiherra heim og annars út, hringekjudæmi? Svona til samanburðar.
    -1
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hvernig í ósköpunum getur það kostað 5.700.000 kr að flytja búslóð milli húsa? Hér hefur einhver matað krókinn. (Skemmtilegt orðatiltæki að matað krókinn.) Mér þætti það mikið þó það kostaði tíu sinnum minna, 570.000 kr. Hér er eitthvað vafasamt á ferðinni. Ég óska eftir nánari skýringum á þessu. Mér þykir líklegt að aðrir liðir séu óþarflega dýri en þessi liður sker sig úr. Það er gamla saga að það sé allt í lagi að svindla á ríkinu.
    6
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hvaða dómadags aumingjar unnu þetta verk? Spilling.is
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár