Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum

Gaselda­vél með ofni fyr­ir rúma hálfa millj­ón og inn­rétt­ing­ar fyr­ir 45,5 millj­ón­ir voru með­al kostn­að­ar­liða í 120 millj­óna króna fram­kvæmd­um á heim­ili for­seta Ís­lands á Bessa­stöð­um ný­ver­ið. Kostn­að­ur­inn fór 40 pró­sent fram úr áætl­un­um.

Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum
Flutti Halla Tómasdóttir flutti á Bessastaði þegar hún tók við embætti, en þar er embættisbústaður forseta Íslands staðsettur. Flutningar á búslóð hennar kostaði íslenska ríkið 5.695.244 krónur. Mynd: Golli

Framkvæmdir við bústað forseta Íslands á Bessastöðum fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Í heildina kostuðu framkvæmdirnar rúmar 120 milljónir króna en samþykkt hafði verið að verja 86 milljónum í verkið. Framkvæmdirnar snéru bæði að hefðbundnu viðhaldi, svo sem endurnýjun lagna, en líka aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári.

Hækkaði um 34,5 milljónir

Heimildin óskaði eftir upplýsingum um kostnað framkvæmdanna. Í svari frá forsætisráðuneytinu, sem borgar brúsann, kemur fram að tæpar 65 milljónir hafi farið í viðhald, svo sem á gólfi, vegna múrviðgerða, lagnahreinsunar- og viðgerða, málningarvinnu á veggjum, lofti og gluggum. Í yfirlitinu kemur líka fram kostnaður vegna endurnýjunar á tækjum og innréttingum var upp á tæpar 53 milljónir króna. 

Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn er merktur „innréttingar og uppsetning á þeim“ upp á samtals 45,5 milljónir króna. Þá kostnaði nýr ísskápur og frystir 782 þúsund krónur, gaseldavél með ofni 525 þúsund krónur og uppþvottavél kostaði 350 þúsund krónur. 

Sjálfir flutningur búslóðar Höllu og fjölskyldu kostuðu 5,2 milljónir, samkvæmt yfirlitinu. 

Öryggissjónarmið leiddu til hækkunar

Í svari ráðuneytisins segir að aukinn kostnaður skýrist meðal annars af því að viðgerðir og endurnýjun lagna hafi verið erfiðari og kostnaðarsamari en gert hafði verið ráð fyrir. Verktími hafi einnig verið skammur, meðal annars vegna öryggissjónarmiða Ríkislögreglustjóra um búsetu forseta. Það hafi haft áhrif til hækkunar. 

„Við upphaf framkvæmda kom svo í ljós að neysluvatnslagnir voru mjög illa farnar og þurfti að ráðast í viðgerðir, hreinsun og útskiptingu lagna,“ segir í skriflegu svari forsætisráðuneytisins til Heimildarinnar.

„Þá var húsnæðið aðlagað vegna breyttra fjölskylduaðstæðna og ráðist í nauðsynlegar viðgerðir og viðhald innanhúss. Innréttingar voru komnar á tíma og var ákveðið að ráðast í allsherjar endurnýjun á þeim samhliða framkvæmdum, en eldhúsinnrétting var endurnýjuð ásamt innréttingum á salernum og baðherbergjum og fataskápar settir upp.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár