Fyrsti dagur aðalmeðferðar: „Mig grunaði strax að þetta væri Alfreð“

Einn þeirra sem kom fyrst­ur á vett­vang eft­ir lát hjón­anna í Nes­kaup­stað í ág­úst síð­ast­liðn­um var mág­ur hins ákærða. Hann sagði við að­al­með­ferð máls­ins að sig hefði strax hafa grun­að Al­freð Erl­ing um verkn­að­inn.

Fyrsti dagur aðalmeðferðar: „Mig grunaði strax að þetta væri Alfreð“
Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd: Golli

„Mig grunaði strax að þetta væri Alfreð,“ segir mágur ákærða sem er vitni í máli gegn Alfreð Erling Þórðarsyni sem er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Orðin lét hann falla í aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn var einn af þeim fyrstu til að koma að hjónunum látnum ásamt föður sínum.

Faðir mágsins var góður vinur hjónanna, sem hétu Björg­vin Ólafur Sveins­on og Rósa G. Bene­dikts­dótt­ir, og var vanur að fara til þeirra í morgunkaffi á hverjum degi. „Ég fór í hádegismat til mömmu og pabba [22. ágúst]. Þar fór faðir minn að lýsa yfir áhyggjum af því að hann næði ekki í þau,“ sagði mágur Alfreðs Inga fyrir dómnum í dag. 

Bróðir Björgvins kom að honum og Rósu látnum

Feðgarnir höfðu því samband við bróður Björgvins. Hann var með lykla að heimili hjónanna og fór á staðinn að athuga málið.

Hann fór inn í húsið, kallaði eftir bróður sínum og mágkonu og leit inn í nokkur herbergi. „Svo tók ég eftir því að baðið var lokað og opnaði það náttúrulega. Þá sá ég bróður minn liggjandi á gólfinu þar og mágkona mín fyrir aftan hurðina. Ég bara fraus og var alveg í sjokki,“ sagði hann fyrir dómnum. 

Mágurinn segir að þeir feðgar hafi strax farið niðureftir þegar þeir fengu símtal frá bróður hins látna. „Hann hringir strax í okkur, ég heyri að það er eitthvað mikið að. Við hlaupum frá matarborðinu í bíl og ég hringi strax á Neyðarlínuna á leiðinni.“

Þegar á Strandgötuna, þar sem heimili hjónanna er, var komið fór mágur ákærða inn í íbúðina þar sem hann sá Björgvin látinn á baðherbergisgólfinu. 

„Það er allt klístrað í blóði á gólfunum, á baðinu er mikið blóð. Ég sé ekki Rósu fyrr en í seinna skiptið þegar ég kem inn.“ Eftir að hafa tekið lífsmörk Björgvins tilkynnti mágurinn fulltrúa Neyðarlínunnar að hann væri látinn og hann teldi að um morð væri að ræða. 

Sá Alfreð ganga hjá daginn áður

Mágurinn segir að sig hafi strax grunað að mágur sinn kæmi málinu eitthvað við og hafi tjáð viðbragðsaðilum það. Spurður af hverju hann hafi dregið þá ályktun sagðist hann hafa séð Alfreð ganga framhjá húsi hans, sem er tveimur húsum frá húsi hjónanna, um kvöldmatarleytið daginn áður.

Hann sagði í vitnisburði lögreglu á fyrra stigi málsins að hann hefði haft áhyggjur af því að Alfreð myndi gera eitthvað. Spurður nánar út í það sagði mágurinn að hann óttaðist slys eða eitthvað slæmt, en áður hafði kviknað í húsi Alfreðs. Fréttir frá fjölskyldunni um geðrænt ástand hans hafi ýtt undir slíkar hugsanir.

Alfreð virðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Björgvin og Rósu en nokkur vitni minntust á það að hann hefði komið til þeirra í áranna rás til að fá að borða. Það hefði þó dregið úr því á síðari tímum. „Hann kom þegar hann var svangur,“ sagði bróðir Björgvins fyrir dómnum. 

Dynkir heyrðust í næstu íbúð

Þrjú ungmenni, sem voru stödd í íbúð í sama húsi og hjónin, lýstu upplifun sinni af umræddu kvöldi fyrir dómnum. Eitt þeirra sagði að hann hefði séð Alfreð Erling labba óhindrað inn í hús hjónanna þegar þau keyrðu framhjá húsinu um kvöldmatarleytið. Þá heyrðu þau öll dynki koma frá íbúðinni við hliðina á stuttu síðar, en það var óvenjulegt að nokkuð heyrðist á milli.

„[Við förum] að heyra dynki og umgang hinum megin við vegginn og mig langar að segja að þetta hafi staðið yfir í svona fimm til sjö mínútur,“ sagði eitt ungmennið. Þau hefðu haldið að það væri verið að færa eldhússtóla eða önnur húsgögn en hljóðin voru þó nógu óvenjuleg til að þau stoppuðu hljóðin í sjónvarpinu til að heyra betur hvað væri að gerast.

„Þá ákveða strákarnir að þeir ætluðu að fara yfir og kíkja – bara forvitnast.“ Þar sáu þeir mann sem stóð bakvið útidyrahurðina en voru ekki vissir hvort um Alfreð væri að ræða. Þeir sneru til baka í íbúð sína. 

Upptekinn af djöflum við handtökuna

Hafþór skýrði frá því að honum hefði verið kunnugt um andlegt ástand mágs síns en þeir hafi ekki verið nánir. Alfreð Erling hefði til dæmis verið lagður inn á geðdeild fyrir norðan, þaðan sem hann hefði strokið. „Hann var að sýna kærustunni minni [systur Alfreðs] myndir þar sem hann sá alls konar verur og púka í. Sem var í rauninni bara krass sem við sáum.“

Önnur vitni nefndu áhuga Alfreðs Erlings á púkum og djöflum við aðalmeðferðina. Ég hef ekki átt mörg svona samtöl við venjulegt fólk. Hann talaði um guð og djöfulinn,“ sagði lögregluþjónn sem sat við hlið Alfreðs í lögreglubíl eftir handtöku hans í Reykjavík daginn eftir morðin.

Hann var mjög rólegur, samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju, að vinna verk fyrir annað hvort Guð eða djöfulinn. Sagðist ætla að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju,“ sagði lögreglan sem tók eftir blóðslettum á skóm og buxnaskálm Alfreðs. 

Alfreð hafi verið reiður vegna meintrar nauðgunar sonar hjónanna

Verslunareigandi í Neskaupstað vitnaði fyrir dómnum í gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði að Alfreð hefði komið oft í búðina til sín í byrjun áratugarins en látið af því síðar meir því hann hefði farið að skulda honum peninga.

„Við spjölluðum oft. Hann segir mér frá því að hann hafi verið sakaður um nauðgun. Næst þegar hann kom þá var búið að hreinsa hann af þessari nauðgun, en það hefði verið [...] sonur hjónanna sem var gerandinn,“ sagði verslunareigandinn. 

Alfreð hefði greinilega verið reiður út í soninn, sem hafði verið mikill vinur hans. „Einhvern tíma kemur hann og segir að mamma [mannsins] hefði hreinsað hann [son sinn] af öllum sökum um þessa nauðgun. Veitt honum fjarvistarsönnun. Hann var reiður út í hana út af því. Það var í mars held ég, 2021. Nauðgunin átti að vera haustið 2020.“

Verslunareigandinn nefndi að á þeim tíma hefði Alfreð verið nokkuð stöðugur andlega en upp úr 2021 hefði ástand hans farið að versna.

Verslunareigandinn sagði að hann hefði oft selt Alfreð striga og málningu til að hann gæti málað. „Hann var alltaf að mála. Þær [myndirnar] voru alltaf pínu abstrakt, dálítið af drottni og guðum og slíku.“ Verslunareigandinn heyrði þó frá þriðja aðila að Alfreð hefði kveikt í öllum myndunum, að því er virtist vegna þess að hann sá eitthvað í þeim. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
6
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár