Pólitísk aðstoðarmannastörf og reynsla við að semja dóma sem fulltrúi borgarfógeta á síðustu öld var meðal þess sem skar úr um það að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður, var metinn hæfastur til að vera skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sitjandi dómari, Sindri M. Stephensen, þótti ekki jafnhæfur umsækjandi, þrátt fyrir að hafa bæði meiri menntun og reynslu af dómarastörfum en Brynjar. Sjö umsækjendur um dómaraembættið drógu umsóknir sínar til baka eftir að þeim var greint frá hverjir aðrir sóttu um.
Niðurstöðu hæfnisnefndarinnar var skilað 27. janúar síðastliðinn en þar var fjallað um þrjá umsækjendur um embætti héraðsdómara í Reykjavík, sem ekki drógu umsóknir sínar til baka. Það voru Brynjar, Sindri og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður. Niðurstaðan var á þá leið að Brynjar væri hæfastur þeirra þriggja.
Aðstoðarmannareynslan reynist drjúg
Nefndin fjallað um nokkra ólíka þætti og skiptust Brynjar og Sindri á að vera metnir hæfastir í flestum matsflokkum, en …
Allt við það sama.
Raða á jötuna.