Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
Dýrmæt hjálp Reynsla Brynjars úr ráðuneytinu, þar sem hann aðstoðaði Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, virðist vera verðmæt í augum hæfnisnefndar um dómara. Mynd: Facebook-síða Sjáflstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Pólitísk aðstoðarmannastörf og reynsla við að semja dóma sem fulltrúi borgarfógeta á síðustu öld var meðal þess sem skar úr um það að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður, var metinn hæfastur til að vera skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sitjandi dómari, Sindri M. Stephensen, þótti ekki jafnhæfur umsækjandi, þrátt fyrir að hafa bæði meiri menntun og reynslu af dómarastörfum en Brynjar. Sjö umsækjendur um dómaraembættið drógu umsóknir sínar til baka eftir að þeim var greint frá hverjir aðrir sóttu um. 

Niðurstöðu hæfnisnefndarinnar var skilað 27. janúar síðastliðinn en þar var fjallað um þrjá umsækjendur um embætti héraðsdómara í Reykjavík, sem ekki drógu umsóknir sínar til baka. Það voru Brynjar, Sindri og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður. Niðurstaðan var á þá leið að Brynjar væri hæfastur þeirra þriggja.

Aðstoðarmannareynslan reynist drjúg

Nefndin fjallað um nokkra ólíka þætti og skiptust Brynjar og Sindri á að vera metnir hæfastir í flestum matsflokkum, en …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Hálf hallærislegur dómstóll sem ætti að leggja niður , fær fjölda mála frá Landsrétti í hausinn aftur
    0
  • Thorhildur Svanbergsdóttir skrifaði
    upplýsir um plott
    0
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Væntanlega væri ástæða til að kæra?
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Ojbara...
    3
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Ég klóra þér, og þú klórar mér.
    Allt við það sama.
    Raða á jötuna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu