Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst boða til meiri­hluta­við­ræðna við Við­reisn, Flokk Fólks­ins og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þetta til­kynnti hann í kvöld eft­ir að hann sleit meiri­hluta­sam­starf­inu í Reykja­vík.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið
Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu nú í kvöld. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn er því fallinn. Þetta tilkynnti hann í viðtali við RÚV eftir fund með oddvitum flokkanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld. Meirihlutinn samanstóð af Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að slíta meirihlutasamstarfinu. Við teljum að við höfum ekki náð þeim árangri fyrir Reykvíkinga sem við lofuðum þeim. Við lofuðum þeim breytingum og í þessu samstarfi tekst okkur ekki að knýja fram breytingar sem við teljum nauðsynlegar,“ sagði Einar í viðtali við RÚV að loknum fundi oddvitanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld.

Spurður nánar út í ástæður sínar sagði hann að meirihlutinn þyrfti að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og að tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Þá segir Einar að hann hafi viljað ná að knýja fram á leiðir í leikskóla- og daggæslumálum sem virðist ekki hafa verið sátt um. En hann segir að það sem mestu máli hafi skipt hafi verið rekstur borgarinnar. Hann hafi viljað ganga lengra í hagræðingu en oddvitar flokkanna hafa náð saman um. Spurðu hvað hafi verið útslagið, segir Einar að það hafi verið flugvallarmálið, en borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var gagnrýninn á borgarstjórann eftir að hann hafði verið í viðtali í Dagmálum á mbl.is. 

„Það gerði það kannski að verkum að ágreiningurinn varð augljósari heldur en við höfum kannski séð áður,“ sagði Einar. Því næst áréttaði Einar mikilvægi flugvallarins og það þyrfti að tryggja hann í sessi.

Einar hefur þegar átt í óformlegum samskiptum við oddvita nokkurra flokka, og bætir svo við:

„Og ég hef ákveðið að boða til meirihlutaviðræða við oddvita Sjálfstæðisflokks, Flokks Fólksins og Viðreisnar.“

Viðreisn er í meirihluta núna ásamt Samfylkingunni og Pírötum, auk Framsóknar. 

Leiðrétt: Í fyrstu útgáfu sagði að Einar hefði verið í viðtali í þættinum Spursmál á mbl.is, en viðtalið birtist í Dagmálum.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna getur Framsóknarflokkurinn ekki sagt satt og rétt frá ?
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Samfylkingin, Píratar, Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Vg eða Flokkur fólksins væri heppilegur meirihluti. Sundrungin hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins gerir hann að óárennilegum valkosti til samstarfs.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár