Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst boða til meiri­hluta­við­ræðna við Við­reisn, Flokk Fólks­ins og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þetta til­kynnti hann í kvöld eft­ir að hann sleit meiri­hluta­sam­starf­inu í Reykja­vík.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið
Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu nú í kvöld. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn er því fallinn. Þetta tilkynnti hann í viðtali við RÚV eftir fund með oddvitum flokkanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld. Meirihlutinn samanstóð af Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að slíta meirihlutasamstarfinu. Við teljum að við höfum ekki náð þeim árangri fyrir Reykvíkinga sem við lofuðum þeim. Við lofuðum þeim breytingum og í þessu samstarfi tekst okkur ekki að knýja fram breytingar sem við teljum nauðsynlegar,“ sagði Einar í viðtali við RÚV að loknum fundi oddvitanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld.

Spurður nánar út í ástæður sínar sagði hann að meirihlutinn þyrfti að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og að tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Þá segir Einar að hann hafi viljað ná að knýja fram á leiðir í leikskóla- og daggæslumálum sem virðist ekki hafa verið sátt um. En hann segir að það sem mestu máli hafi skipt hafi verið rekstur borgarinnar. Hann hafi viljað ganga lengra í hagræðingu en oddvitar flokkanna hafa náð saman um. Spurðu hvað hafi verið útslagið, segir Einar að það hafi verið flugvallarmálið, en borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var gagnrýninn á borgarstjórann eftir að hann hafði verið í viðtali í Dagmálum á mbl.is. 

„Það gerði það kannski að verkum að ágreiningurinn varð augljósari heldur en við höfum kannski séð áður,“ sagði Einar. Því næst áréttaði Einar mikilvægi flugvallarins og það þyrfti að tryggja hann í sessi.

Einar hefur þegar átt í óformlegum samskiptum við oddvita nokkurra flokka, og bætir svo við:

„Og ég hef ákveðið að boða til meirihlutaviðræða við oddvita Sjálfstæðisflokks, Flokks Fólksins og Viðreisnar.“

Viðreisn er í meirihluta núna ásamt Samfylkingunni og Pírötum, auk Framsóknar. 

Leiðrétt: Í fyrstu útgáfu sagði að Einar hefði verið í viðtali í þættinum Spursmál á mbl.is, en viðtalið birtist í Dagmálum.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna getur Framsóknarflokkurinn ekki sagt satt og rétt frá ?
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Samfylkingin, Píratar, Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Vg eða Flokkur fólksins væri heppilegur meirihluti. Sundrungin hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins gerir hann að óárennilegum valkosti til samstarfs.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár