Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst boða til meiri­hluta­við­ræðna við Við­reisn, Flokk Fólks­ins og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þetta til­kynnti hann í kvöld eft­ir að hann sleit meiri­hluta­sam­starf­inu í Reykja­vík.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið
Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu nú í kvöld. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn er því fallinn. Þetta tilkynnti hann í viðtali við RÚV eftir fund með oddvitum flokkanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld. Meirihlutinn samanstóð af Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að slíta meirihlutasamstarfinu. Við teljum að við höfum ekki náð þeim árangri fyrir Reykvíkinga sem við lofuðum þeim. Við lofuðum þeim breytingum og í þessu samstarfi tekst okkur ekki að knýja fram breytingar sem við teljum nauðsynlegar,“ sagði Einar í viðtali við RÚV að loknum fundi oddvitanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld.

Spurður nánar út í ástæður sínar sagði hann að meirihlutinn þyrfti að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og að tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Þá segir Einar að hann hafi viljað ná að knýja fram á leiðir í leikskóla- og daggæslumálum sem virðist ekki hafa verið sátt um. En hann segir að það sem mestu máli hafi skipt hafi verið rekstur borgarinnar. Hann hafi viljað ganga lengra í hagræðingu en oddvitar flokkanna hafa náð saman um. Spurðu hvað hafi verið útslagið, segir Einar að það hafi verið flugvallarmálið, en borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var gagnrýninn á borgarstjórann eftir að hann hafði verið í viðtali í Dagmálum á mbl.is. 

„Það gerði það kannski að verkum að ágreiningurinn varð augljósari heldur en við höfum kannski séð áður,“ sagði Einar. Því næst áréttaði Einar mikilvægi flugvallarins og það þyrfti að tryggja hann í sessi.

Einar hefur þegar átt í óformlegum samskiptum við oddvita nokkurra flokka, og bætir svo við:

„Og ég hef ákveðið að boða til meirihlutaviðræða við oddvita Sjálfstæðisflokks, Flokks Fólksins og Viðreisnar.“

Viðreisn er í meirihluta núna ásamt Samfylkingunni og Pírötum, auk Framsóknar. 

Leiðrétt: Í fyrstu útgáfu sagði að Einar hefði verið í viðtali í þættinum Spursmál á mbl.is, en viðtalið birtist í Dagmálum.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna getur Framsóknarflokkurinn ekki sagt satt og rétt frá ?
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Samfylkingin, Píratar, Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Vg eða Flokkur fólksins væri heppilegur meirihluti. Sundrungin hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins gerir hann að óárennilegum valkosti til samstarfs.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár