Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst boða til meiri­hluta­við­ræðna við Við­reisn, Flokk Fólks­ins og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þetta til­kynnti hann í kvöld eft­ir að hann sleit meiri­hluta­sam­starf­inu í Reykja­vík.

Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið
Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu nú í kvöld. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn er því fallinn. Þetta tilkynnti hann í viðtali við RÚV eftir fund með oddvitum flokkanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld. Meirihlutinn samanstóð af Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að slíta meirihlutasamstarfinu. Við teljum að við höfum ekki náð þeim árangri fyrir Reykvíkinga sem við lofuðum þeim. Við lofuðum þeim breytingum og í þessu samstarfi tekst okkur ekki að knýja fram breytingar sem við teljum nauðsynlegar,“ sagði Einar í viðtali við RÚV að loknum fundi oddvitanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld.

Spurður nánar út í ástæður sínar sagði hann að meirihlutinn þyrfti að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og að tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Þá segir Einar að hann hafi viljað ná að knýja fram á leiðir í leikskóla- og daggæslumálum sem virðist ekki hafa verið sátt um. En hann segir að það sem mestu máli hafi skipt hafi verið rekstur borgarinnar. Hann hafi viljað ganga lengra í hagræðingu en oddvitar flokkanna hafa náð saman um. Spurðu hvað hafi verið útslagið, segir Einar að það hafi verið flugvallarmálið, en borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var gagnrýninn á borgarstjórann eftir að hann hafði verið í viðtali í Dagmálum á mbl.is. 

„Það gerði það kannski að verkum að ágreiningurinn varð augljósari heldur en við höfum kannski séð áður,“ sagði Einar. Því næst áréttaði Einar mikilvægi flugvallarins og það þyrfti að tryggja hann í sessi.

Einar hefur þegar átt í óformlegum samskiptum við oddvita nokkurra flokka, og bætir svo við:

„Og ég hef ákveðið að boða til meirihlutaviðræða við oddvita Sjálfstæðisflokks, Flokks Fólksins og Viðreisnar.“

Viðreisn er í meirihluta núna ásamt Samfylkingunni og Pírötum, auk Framsóknar. 

Leiðrétt: Í fyrstu útgáfu sagði að Einar hefði verið í viðtali í þættinum Spursmál á mbl.is, en viðtalið birtist í Dagmálum.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna getur Framsóknarflokkurinn ekki sagt satt og rétt frá ?
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Samfylkingin, Píratar, Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Vg eða Flokkur fólksins væri heppilegur meirihluti. Sundrungin hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins gerir hann að óárennilegum valkosti til samstarfs.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár