Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn er því fallinn. Þetta tilkynnti hann í viðtali við RÚV eftir fund með oddvitum flokkanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld. Meirihlutinn samanstóð af Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn.
„Ég hef tekið þá ákvörðun að slíta meirihlutasamstarfinu. Við teljum að við höfum ekki náð þeim árangri fyrir Reykvíkinga sem við lofuðum þeim. Við lofuðum þeim breytingum og í þessu samstarfi tekst okkur ekki að knýja fram breytingar sem við teljum nauðsynlegar,“ sagði Einar í viðtali við RÚV að loknum fundi oddvitanna sem lauk á áttunda tímanum í kvöld.
Spurður nánar út í ástæður sínar sagði hann að meirihlutinn þyrfti að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og að tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Þá segir Einar að hann hafi viljað ná að knýja fram á leiðir í leikskóla- og daggæslumálum sem virðist ekki hafa verið sátt um. En hann segir …
Athugasemdir