„Almennt talað sýnist mér bara vera eðlilegt og frekar gott samræmi þarna á milli,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvernig áherslumál ríkisstjórnarflokkanna birtast í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „Oft er mun meira samræmi þarna á milli, almennt séð, en gagnrýnendur halda fram því þeir líta bara á einstök mál sem er ofureinföldun,“ segir hann.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýverið að hún hafi fundað með öllum ráðherrum til að stilla upp sterkri þingmálaskrá, en þar kom einnig fram að stjórnarflokkarnir haldi reglulega sameiginlega þingflokksfundi.
„Þetta er nýjung
Ólafur segir það athyglisvert að allir þrír þingflokkarnir – þingflokkar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar, fundi sameiginlega. „Þetta er nýjung. Ég man ekki eftir að það hafi gerst með þessum hætti áður á Íslandi. Vafalaust er þetta til að þjappa hópnum saman,“ segir hann og bendir á að vissulega hafi þetta tíðkast …
Athugasemdir (1)