Ríkisstjórnarflokkarnir þrír opinberuðu nokkuð misyfirgripsmikil forgangsmál í aðdraganda alþingiskosninganna 30. nóvember síðastliðinn. Samfylkingin kynnti ítarlegar áætlanir fyrir næstu ríkisstjórn á nokkuð afmörkuðum málefnasviðum en Viðreisn og Flokkur fólksins birtu stefnur sínar í ýmsum málum. Hér verður farið yfir fullyrðingar ríkisstjórnarflokkanna sem rötuðu alveg eða að hluta til inn á fyrstu þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar.
Á þingmálaskránni, aðgerðaáætlun fyrir fyrstu 100 daga ríkissstjórnarinnar, eru 114 þingmál. Í skjalinu sem lagt er fram eru málin listuð upp á tuttugu blaðsíðum. Þetta eru bæði frumvörp, þingsályktunartillögur og skýrslur. Sum málin eru útfærð nánar á einhvern hátt en öðrum lýst almennt, svo sem að breytingar verði á ákvæðum tiltekinna laga og það ekki skýrt frekar. Þá er hluti málanna endurfluttur frá fyrri þingum. Þingmálaskráin á síðan aðeins við það þing sem var sett þann 4. febrúar, vetrar- og vorþingið 2025. Þannig verður ný þingmálaskrá lögð fyrir þegar Alþingi kemur saman í haust.
Efnahagsmálin: Stöðugleiki
Samfylkingin …
Athugasemdir