Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Forgangsmál kosninganna sem komust á vorþingið

Í þing­mála­skrá vors­ins hafa rat­að ým­is kosn­ingalof­orð rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Þar má til dæm­is nefna jóla­ein­greiðsl­ur Flokks fólks­ins, hug­mynd­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um orku­öfl­un og græn gjöld Við­reisn­ar.

Forgangsmál kosninganna sem komust á vorþingið
Áherslurnar Stjórn á Airbnb, innleiðing kílómetragjalds, breyting veiðigjalda og jólabónusar til örorku- og ellilífeyrisþega eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd á vorþingi. Þetta kom fram þegar formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu þingmálaskrána. Mynd: Golli

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír opinberuðu nokkuð misyfirgripsmikil forgangsmál í aðdraganda alþingiskosninganna 30. nóvember síðastliðinn. Samfylkingin kynnti ítarlegar áætlanir fyrir næstu ríkisstjórn á nokkuð afmörkuðum málefnasviðum en Viðreisn og Flokkur fólksins birtu stefnur sínar í ýmsum málum. Hér verður farið yfir fullyrðingar ríkisstjórnarflokkanna sem rötuðu alveg eða að hluta til inn á fyrstu þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar. 

Á þingmálaskránni, aðgerðaáætlun fyrir fyrstu 100 daga ríkissstjórnarinnar, eru 114 þingmál. Í skjalinu sem lagt er fram eru málin listuð upp á tuttugu blaðsíðum. Þetta eru bæði frumvörp, þingsályktunartillögur og skýrslur. Sum málin eru útfærð nánar á einhvern hátt en öðrum lýst almennt, svo sem að breytingar verði á ákvæðum tiltekinna laga og það ekki skýrt frekar. Þá er hluti málanna endurfluttur frá fyrri þingum. Þingmálaskráin á síðan aðeins við það þing sem var sett þann 4. febrúar, vetrar- og vorþingið 2025. Þannig verður ný þingmálaskrá lögð fyrir þegar Alþingi kemur saman í haust. 

Efnahagsmálin: Stöðugleiki 

Samfylkingin …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár