Festi, sem á og rekur Krónuna, Lyfju, Elko og N1 auk fleiri fyrirtækja, hagnaðist um rúma fjóra milljarða króna á síðasta ári. Stjórn félagsins vill greiða eigendum 1,4 milljarða króna í arð út úr rekstrinum. Stærstu eigendur Festis eru lífeyrissjóðir.
Í nýbirtum ársreikningi Festis kemur fram að til viðbótar við þennan fjögurra milljarða hagnað hafi virði fasteigna í eigu félagsins aukist um 2,4 milljarða króna. Heildarafkoman er því jákvæð um rúmlega 6,4 milljarða á síðasta ári.
Krónan verðmætust
Hagnaður ársins er 16,9 prósentum hærri en árið áður og segir í ársreikningi að það sé helst vegna dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar. Það eru tekjur úr fyrirtækjunum Krónunni og N1, sem selja neytendum matvöru og bensín og dísilolíu.
Framlegð samstæðunnar hækkaði duglega á milli ára, sem að stórum hluta skýrist vegna innkomu Lyfju á miðju síðasta ári. Framlegðarhlutfall, sem segir hversu stór hluti af tekjum er …
Athugasemdir