Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hart barist um Gunnarshólma

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs sak­ar minni­hlut­ann um van­þekk­ingu á skipu­lags­mál­um eft­ir að ósk­að var eft­ir fleiri um­sögn­um um upp­bygg­ingu á Gunn­ars­hólma, öðr­um en þeim sem hags­muna­að­il­ar hafa út­veg­að fyr­ir bæj­ar­stjórn.

Hart barist um Gunnarshólma
Theódóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Meirihluti skipulags- og umhverfisráðs Kópavogsbæjar neitaði að afla fleiri umsagna en þeirra sem hagsmunaaðilar hafa þegar lagt til við uppbyggingu á Gunnarshólma, sem er byggingarþróunarsvæði fyrir um fimm þúsund íbúðir fyrir aldraða, eða svokallaður lífsgæðakjarni.

Byggðin yrði á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins, miðja vegu milli Sandskeiðs og Rauðavatns, verði hún samþykkt. Því verður málið að fara til svæðisskipulagsnefndar þar sem byggingarland er ekki á aðalskipulagi og önnur sveitarfélög þurfa að koma að ákvarðanatökunni, eigi að breyta því.

Einhliða gögn

Bæjarfulltrúar Kópavogs bókuðu á víxl í skipulags- og umhverfisráði í lok janúar þegar málið var tekið fyrir. Þá sakaði meirihlutinn meðlimi minnihlutans um skort á þekkingu á skipulagsferlinu og að nálgun þeirra ylli þeim vonbrigðum.

„Við erum bara með einhliða gögn frá hagsmunaaðilum. Auðvitað viljum við heyra önnur sjónarmið áður en lengra er haldið,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, í samtali við Heimildina. Minnihlutinn óskaði eftir umsögnum frá Veðurstofunni vegna mögulegrar náttúruvár, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigvaldi Einarsson skrifaði
    Go Tedda go.....almannahagsmunir umfram sérhagsmuni.
    0
  • Ólöf Þorvaldsdóttir skrifaði
    Óviðunandi og gerræðisleg vinnubrögð meirihlutans. Ekki í fyrsta sinn sem utanaðkomandi "hagaðilar" ráða ferðinni í skipulagsmálum bæjarins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár