Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hart barist um Gunnarshólma

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs sak­ar minni­hlut­ann um van­þekk­ingu á skipu­lags­mál­um eft­ir að ósk­að var eft­ir fleiri um­sögn­um um upp­bygg­ingu á Gunn­ars­hólma, öðr­um en þeim sem hags­muna­að­il­ar hafa út­veg­að fyr­ir bæj­ar­stjórn.

Hart barist um Gunnarshólma
Theódóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Meirihluti skipulags- og umhverfisráðs Kópavogsbæjar neitaði að afla fleiri umsagna en þeirra sem hagsmunaaðilar hafa þegar lagt til við uppbyggingu á Gunnarshólma, sem er byggingarþróunarsvæði fyrir um fimm þúsund íbúðir fyrir aldraða, eða svokallaður lífsgæðakjarni.

Byggðin yrði á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins, miðja vegu milli Sandskeiðs og Rauðavatns, verði hún samþykkt. Því verður málið að fara til svæðisskipulagsnefndar þar sem byggingarland er ekki á aðalskipulagi og önnur sveitarfélög þurfa að koma að ákvarðanatökunni, eigi að breyta því.

Einhliða gögn

Bæjarfulltrúar Kópavogs bókuðu á víxl í skipulags- og umhverfisráði í lok janúar þegar málið var tekið fyrir. Þá sakaði meirihlutinn meðlimi minnihlutans um skort á þekkingu á skipulagsferlinu og að nálgun þeirra ylli þeim vonbrigðum.

„Við erum bara með einhliða gögn frá hagsmunaaðilum. Auðvitað viljum við heyra önnur sjónarmið áður en lengra er haldið,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, í samtali við Heimildina. Minnihlutinn óskaði eftir umsögnum frá Veðurstofunni vegna mögulegrar náttúruvár, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigvaldi Einarsson skrifaði
    Go Tedda go.....almannahagsmunir umfram sérhagsmuni.
    0
  • Ólöf Þorvaldsdóttir skrifaði
    Óviðunandi og gerræðisleg vinnubrögð meirihlutans. Ekki í fyrsta sinn sem utanaðkomandi "hagaðilar" ráða ferðinni í skipulagsmálum bæjarins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár