Meirihluti skipulags- og umhverfisráðs Kópavogsbæjar neitaði að afla fleiri umsagna en þeirra sem hagsmunaaðilar hafa þegar lagt til við uppbyggingu á Gunnarshólma, sem er byggingarþróunarsvæði fyrir um fimm þúsund íbúðir fyrir aldraða, eða svokallaður lífsgæðakjarni.
Byggðin yrði á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins, miðja vegu milli Sandskeiðs og Rauðavatns, verði hún samþykkt. Því verður málið að fara til svæðisskipulagsnefndar þar sem byggingarland er ekki á aðalskipulagi og önnur sveitarfélög þurfa að koma að ákvarðanatökunni, eigi að breyta því.
Einhliða gögn
Bæjarfulltrúar Kópavogs bókuðu á víxl í skipulags- og umhverfisráði í lok janúar þegar málið var tekið fyrir. Þá sakaði meirihlutinn meðlimi minnihlutans um skort á þekkingu á skipulagsferlinu og að nálgun þeirra ylli þeim vonbrigðum.
„Við erum bara með einhliða gögn frá hagsmunaaðilum. Auðvitað viljum við heyra önnur sjónarmið áður en lengra er haldið,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, í samtali við Heimildina. Minnihlutinn óskaði eftir umsögnum frá Veðurstofunni vegna mögulegrar náttúruvár, …
Athugasemdir (2)