Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið

Stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ver­ið frest­að vegna veð­urs. Al­manna­varn­ir hafa lýst yf­ir hættu­stigi vegna veð­urs sem geng­ur yf­ir land­ið allt nú síð­deg­is. Þeg­ar er orð­ið hvasst víða og tré svigna und­an vind­hvið­um.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið
Veðurspáin Svona lítur veðurspáin út klukkan 16.00 í dag. Mynd: Veðurstofa Íslands

Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðurofsans sem nú gengur yfir landið. Þegar er farið að hvessa duglega víða en veðrið er líklegt til að verða enn verra.

Foreldrar barna sem alla jafna ganga til og frá skóla hafa verið beðin um að sækja börn í dag vegna veðursins. Þá er búið að fella niður kennslu í menntaskólum á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 14.30. 

Starfstöðvar Reykjavíkurborgar verða víða lokaðar, meðal annars öllum starfstöðum menningar- og íþróttasviðs, þar á meðal sundlaugum og bókasöfnum. 

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við því að viðbúið sé að þjónusta hennar skerðist. Það eigi sérstaklega við um Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sinnir vitjunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Hættustig tekur gildi klukkan 15.00 í dag en rauð veðurviðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi klukkan 16.00. Nú þegar er appelsínugul veðurviðvörun á öllu landinu.

Veðurviðvaranirnar halda gildi sínu um allt land fram á kvöld, þegar rauða viðvörunin víkur tímabundið fyrir appelsínugulri. Aftur verður þó rauð viðvörun frá og með klukkan 8.00 í fyrramálið. 

Veðurstofan segir að búast megi við 25 – 33 metrum á sekúndu ídag en að búast megi við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 metra á sekúndu en allt upp í 50 metra staðbundið. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, að því er fram kemur í veðurspá.

Uppfært: Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað vegna veðurs. Í færslu frá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra segir: „Hættustig um land allt vegna óveðurs. Ég hvet alla til að fara gætilega og fylgja leiðbeiningum almannavarna. Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár