Hættulega vont veður gengur yfir allt landið

Stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ver­ið frest­að vegna veð­urs. Al­manna­varn­ir hafa lýst yf­ir hættu­stigi vegna veð­urs sem geng­ur yf­ir land­ið allt nú síð­deg­is. Þeg­ar er orð­ið hvasst víða og tré svigna und­an vind­hvið­um.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið
Veðurspáin Svona lítur veðurspáin út klukkan 16.00 í dag. Mynd: Veðurstofa Íslands

Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðurofsans sem nú gengur yfir landið. Þegar er farið að hvessa duglega víða en veðrið er líklegt til að verða enn verra.

Foreldrar barna sem alla jafna ganga til og frá skóla hafa verið beðin um að sækja börn í dag vegna veðursins. Þá er búið að fella niður kennslu í menntaskólum á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 14.30. 

Starfstöðvar Reykjavíkurborgar verða víða lokaðar, meðal annars öllum starfstöðum menningar- og íþróttasviðs, þar á meðal sundlaugum og bókasöfnum. 

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við því að viðbúið sé að þjónusta hennar skerðist. Það eigi sérstaklega við um Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sinnir vitjunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Hættustig tekur gildi klukkan 15.00 í dag en rauð veðurviðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi klukkan 16.00. Nú þegar er appelsínugul veðurviðvörun á öllu landinu.

Veðurviðvaranirnar halda gildi sínu um allt land fram á kvöld, þegar rauða viðvörunin víkur tímabundið fyrir appelsínugulri. Aftur verður þó rauð viðvörun frá og með klukkan 8.00 í fyrramálið. 

Veðurstofan segir að búast megi við 25 – 33 metrum á sekúndu ídag en að búast megi við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 metra á sekúndu en allt upp í 50 metra staðbundið. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, að því er fram kemur í veðurspá.

Uppfært: Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað vegna veðurs. Í færslu frá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra segir: „Hættustig um land allt vegna óveðurs. Ég hvet alla til að fara gætilega og fylgja leiðbeiningum almannavarna. Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár