Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið

Stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ver­ið frest­að vegna veð­urs. Al­manna­varn­ir hafa lýst yf­ir hættu­stigi vegna veð­urs sem geng­ur yf­ir land­ið allt nú síð­deg­is. Þeg­ar er orð­ið hvasst víða og tré svigna und­an vind­hvið­um.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið
Veðurspáin Svona lítur veðurspáin út klukkan 16.00 í dag. Mynd: Veðurstofa Íslands

Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðurofsans sem nú gengur yfir landið. Þegar er farið að hvessa duglega víða en veðrið er líklegt til að verða enn verra.

Foreldrar barna sem alla jafna ganga til og frá skóla hafa verið beðin um að sækja börn í dag vegna veðursins. Þá er búið að fella niður kennslu í menntaskólum á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 14.30. 

Starfstöðvar Reykjavíkurborgar verða víða lokaðar, meðal annars öllum starfstöðum menningar- og íþróttasviðs, þar á meðal sundlaugum og bókasöfnum. 

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við því að viðbúið sé að þjónusta hennar skerðist. Það eigi sérstaklega við um Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sinnir vitjunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Hættustig tekur gildi klukkan 15.00 í dag en rauð veðurviðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi klukkan 16.00. Nú þegar er appelsínugul veðurviðvörun á öllu landinu.

Veðurviðvaranirnar halda gildi sínu um allt land fram á kvöld, þegar rauða viðvörunin víkur tímabundið fyrir appelsínugulri. Aftur verður þó rauð viðvörun frá og með klukkan 8.00 í fyrramálið. 

Veðurstofan segir að búast megi við 25 – 33 metrum á sekúndu ídag en að búast megi við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 metra á sekúndu en allt upp í 50 metra staðbundið. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, að því er fram kemur í veðurspá.

Uppfært: Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað vegna veðurs. Í færslu frá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra segir: „Hættustig um land allt vegna óveðurs. Ég hvet alla til að fara gætilega og fylgja leiðbeiningum almannavarna. Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár