Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið

Stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ver­ið frest­að vegna veð­urs. Al­manna­varn­ir hafa lýst yf­ir hættu­stigi vegna veð­urs sem geng­ur yf­ir land­ið allt nú síð­deg­is. Þeg­ar er orð­ið hvasst víða og tré svigna und­an vind­hvið­um.

Hættulega vont veður gengur yfir allt landið
Veðurspáin Svona lítur veðurspáin út klukkan 16.00 í dag. Mynd: Veðurstofa Íslands

Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðurofsans sem nú gengur yfir landið. Þegar er farið að hvessa duglega víða en veðrið er líklegt til að verða enn verra.

Foreldrar barna sem alla jafna ganga til og frá skóla hafa verið beðin um að sækja börn í dag vegna veðursins. Þá er búið að fella niður kennslu í menntaskólum á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 14.30. 

Starfstöðvar Reykjavíkurborgar verða víða lokaðar, meðal annars öllum starfstöðum menningar- og íþróttasviðs, þar á meðal sundlaugum og bókasöfnum. 

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við því að viðbúið sé að þjónusta hennar skerðist. Það eigi sérstaklega við um Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sinnir vitjunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Hættustig tekur gildi klukkan 15.00 í dag en rauð veðurviðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi klukkan 16.00. Nú þegar er appelsínugul veðurviðvörun á öllu landinu.

Veðurviðvaranirnar halda gildi sínu um allt land fram á kvöld, þegar rauða viðvörunin víkur tímabundið fyrir appelsínugulri. Aftur verður þó rauð viðvörun frá og með klukkan 8.00 í fyrramálið. 

Veðurstofan segir að búast megi við 25 – 33 metrum á sekúndu ídag en að búast megi við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 metra á sekúndu en allt upp í 50 metra staðbundið. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, að því er fram kemur í veðurspá.

Uppfært: Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað vegna veðurs. Í færslu frá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra segir: „Hættustig um land allt vegna óveðurs. Ég hvet alla til að fara gætilega og fylgja leiðbeiningum almannavarna. Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár