Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ljúfsár tapræða breyttist í sigurræðu

Vík­ing­ur Heið­ar Ólafs­son vann til Grammy-verð­launa fyr­ir plötu sína þar sem hann flyt­ur Gold­berg-til­brigði Bachs. Hann fylgd­ist með verð­launa­há­tíð­inni í heima­húsi í Berlín þar sem hann fagn­aði nýj­um út­gáfu­samn­ingi við Uni­versal og Deutche Grammoph­on. Hann var bú­inn að und­ir­búa ljúfsára tapræðu sem hann snar­aði yf­ir í sig­ur­ræðu á ör­skots­stundu.

Ljúfsár tapræða breyttist í sigurræðu
Viðurkenning Víkingur Heiðar Ólafsson á tónleikum í Hörpu í október. Hann vann til Grammy-verðlauna sem afhent voru í gær fyrir plötu sína þar sem hann flytur Golberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach. Mynd: Mummi Lú

Ég er bara hérna í smá göngutúr með konunni minni, Höllu, við erum í Berlín og vorum að fá okkur rótsterkt og gott kaffi af því að við sváfum ekkert rosalega mikið í nótt,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, píanisti og nýbakaður Grammy-verðlaunahafi. 

Grammy-verðlaunin fóru fram í 67. sinn í Los Angeles í gær í skugga gróðurelda sem hafa geisað í Kaliforníu síðustu vikur. Víkingur er á tónleikaferðalagi um Evr­ópu og horfði á Grammy-verðlaunin í Berlín heima hjá forstjóra Deutche Grammophon ásamt yf­ir­mönn­um hjá út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu Universal. Víkingur hefði vissulega viljað vera viðstaddur en aðstæður leyfðu það hreinlega ekki. „Það er svo mikið sorgarástand í Los Angeles vegna eldanna sem hafa farið illa með fólk. Grammy-verðlaunin voru allt öðruvísi í ár en hefur verið. Við ákváðum á endanum að fagna þessu í Berlín,“ segir hann, en öll­um viðburðum á veg­um út­gáfu­fyr­ir­tæk­isins hefur verið af­lýst.

Víkingur var tilnefndur í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara fyrir plötu sína þar sem hann leikur Goldberg-tilbrigði Johanns Sebastians Bachs, sem gefin er út af þýska útgáfufyrirtækinu Deutsche Grammophon. Auk hans voru Andy Akiho, Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra, Mak Grgić & Ensemble Dissonance og Seth Parker Woods tilnefndir.

Puntkurinn yfir i-ið

Víkingur og Halla snæddu kvöldverð heima hjá forstjóra Deutche Grammophon og fögnuðu í leiðinni nýjum útgáfusamningi hans við Universal og Deutche Grammophon. „Svo kveiktum við á sjónvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti til að athuga hvernig þetta færi en ég var tilbúinn að tapa. Þannig varð sigurinn ennþá sætari fyrir vikið. Þetta var geggjað kvöld,“ segir Víkingur. Í raun hélt hann sína eigin litlu verðlaunahátíð í heimahúsi í Berlín. „Grammy-hátíð í yndislegu húsi og í ótrúlega góðra vina hópi og samstarfsmanna. Þetta var stórkostlegt.“

VerðlaunahafiVíkingur Heiðar var tilnefndur í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara og eru þetta hans fyrstu Grammy-verðlaun.

Þakklæti er honum efst í huga. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur til Grammy-verðlauna og ég var búinn að búa mig undir vonbrigðin að vinna ekki. Ég átti ekki von á að vinna. Þetta er stórt fyrir mig. Ég var á tónleikaferðalagi í heilt ár að spila Goldberg-tilbrigðin sem fyrir mér er stórkostlegasta tónverk tónlistarsögunnar, að minnsta kosti sem ég þekki. Að fá að eiga þennan tíma með þessu verki í heilt ár, spila um öll Bandaríkin og um allan heim, þá kemur þetta núna eins og punkturinn yfir i-ið. Þetta er bara dásamlegt.“

„Það að vinna verðlaun hefur nú aldrei hjálpað neinum að gera betri músík. En það þarf ekki endilega að skemma fyrir“
Víkingur Heiðar Ólafsson
(sigurræðan sem hann flutti í heimahúsi í Berlín þegar ljóst var að hann vann til Grammy-verðlauna)

Víkingur undirbjó ekki sigurræðu í þetta sinn, hann segir nógu margar slíkar hafa farið í ruslið í gegnum tíðina. „Ég var búin að undirbúa ljúfsára tapræðu í huganum en svo þurfti ég að segja nokkur orð í stofunni. Ræðan var einföld: „Það að vinna verðlaun hefur nú aldrei hjálpað neinum að gera betri músík“. En svo bætti ég við sigurræðuna: „En það þarf ekki endilega að skemma fyrir“. Þannig þetta var mín stutta ræða til þeirra,“ segir hann og hlær. 

Platan kom út fyrir rúmu ári og hefur Víkingur ferðast vítt og breitt um heiminn og flutt tilbrigðin í heild sinni á tónleikum, alls 96 sinnum. „Þetta var ævintýralegt ár og það hefur verið ótrúlegt að kynnast sjálfum mér í gegnum þessa tónlist. Tónlist Bachs verður alltaf að spegla, bæði fyrir þá sem spila hana og þá sem hlusta á hana.“

Vildi óska að Bach væri á lífi í dag

Að flytja Goldberg-tilbrigðin meira og minna í heilt ár hefur kennt honum fjölmargt um sjálfan sig. „Sem og um sköpunina í tónlist og hvernig stórkostlegt verk eins og þetta er aldrei eins tvö kvöld, hvað það breytist mikið og hvað við erum ólík frá degi til dags. Og eigum að vera það og eigum að fagna því að þannig er það.“ Víkingur er einnig þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa Bach, bæði sem píanisti en líka sem manneskja. „Hvaða áhrif Bach hefur á fólk úr ólíkustu menningarheimum og hvað hann talar sterkt til fólks. Eina sem ég vildi væri að hann vissi í dag hversu yfirgengilega mikla hlustun tónlist hans hefur hjá ólíkustu hópum af fólki. Það er svo fallegt.“ 

Hlustendahópur Víkings undanfarið ár er mjög fjölbreyttur, allt frá ungu fólki yfir í eldra fólk, úr öllum þjóðfélagshópum. Hann tekur dæmi. „Í Boston þegar ég spilaði verkið þar var ég stoppaður af öryggisverði á flugvellinum, ég hélt að hann ætlaði að taka mig í gegn fyrir að hafa gleymt vatnsbrúsa eða eitthvað, en þá hafði hann verið að hlusta á Golberg-tilbrigðin á tónleikum hjá mér kvöldið áður. Þetta er ein saga af mörgum hvernig Bach talar til breiðs fólks af fólk. Það veitir mér gleði.“

Víkingur er enn að meðtaka verðlaunin. Hann svaf ekki mikið í nótt. „Það fyndna í lífinu er að þó að maður vinni verðlaun þá situr maður alltaf uppi með sjálfan sig. Svo er bara kominn mánudagur og þá er tími til að æfa sig og vinna og undirbúa næstu upptöku og leita fegurðarinnar.“

Með nýjum útgáfusamningi við Universal og Deutche Grammophon ætlar Víkingur að verja meiri tíma í hljóðverinu. „Ég ætla að gefa í. Ég er að reyna að finna jafnvægið í mínu lífi, í tónlistinni, á milli þess að ferðast um heiminn og spila alla þessa tónlistina og til að hafa tíma til að endurnýja mig og til að gera uppgötvanir og tilraunir í hljóðverinu. Þessi samningurinn er nákvæmlega það sem ég vil á þessum tímapunkti. Hann gerir mér kleift að helga mig upptökunum. Það er falleg leið til að ná til fólks sem hefur ekki aðgengi að tónleikasölunum.“


Ítarlegra viðtal við Víking Heiðar Ólafsson verður að finna í Heimildinni sem kemur út á föstudag, 7. febrúar. 
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár