Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Allt að 60 prósenta tekjusamdráttur á Hlemmi

Fram­kvæmd­ir við Hlemm hafa að sögn full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks í skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar sett rekst­ur veit­inga­staða í mat­höll­inni í þunga stöðu. Lagt er til að borg­in geri bet­ur í að tryggja að­gengi að mat­höll­inni frá öll­um hlið­um og að leigu­gjöld verði gef­in eft­ir.

Allt að 60 prósenta tekjusamdráttur á Hlemmi
Hlemmur Frá framkvæmdum við endurnýjað Hlemmtorg. Svæðið á að fá mikla andlitslyftingu. Mynd: Golli

Framkvæmdir við Hlemm hafa haft skaðleg áhrif á veitingamenn í mathöllinni sem þar stendur og hefur velta veitingastaða þar dregist saman um allt að 60 prósent, samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð með tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.

Í tillögunni, sem kom fram á fundi ráðsins á miðvikudag, er lagt til að aðkoman að Hlemmi verði bætt þegar í stað og að borgin beiti sér fyrir eftirgjöf leigugjalda, til að létta róður veitingamanna, sem sumir hafi þurft að segja upp starfsfólki og safnað skuldum vegna framkvæmda á svæðinu. 

Framkvæmdir við nýtt og endurbætt Hlemmtorg hafa staðið yfir um nokkurt skeið og núna upp á hið síðasta hafa framkvæmdirnar verið austan við mathöllina. Strætisvagnar hafa ekki gengið um svæðið, sem hefur verið sundurgrafið við gatnamót Laugavegs og Rauðarárstígs og nokkuð óárennilegt yfirferðar fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarendur.

Sérstök skilti hafa verið sett upp í grenndinni til …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár