Framkvæmdir við Hlemm hafa haft skaðleg áhrif á veitingamenn í mathöllinni sem þar stendur og hefur velta veitingastaða þar dregist saman um allt að 60 prósent, samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð með tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Í tillögunni, sem kom fram á fundi ráðsins á miðvikudag, er lagt til að aðkoman að Hlemmi verði bætt þegar í stað og að borgin beiti sér fyrir eftirgjöf leigugjalda, til að létta róður veitingamanna, sem sumir hafi þurft að segja upp starfsfólki og safnað skuldum vegna framkvæmda á svæðinu.
Framkvæmdir við nýtt og endurbætt Hlemmtorg hafa staðið yfir um nokkurt skeið og núna upp á hið síðasta hafa framkvæmdirnar verið austan við mathöllina. Strætisvagnar hafa ekki gengið um svæðið, sem hefur verið sundurgrafið við gatnamót Laugavegs og Rauðarárstígs og nokkuð óárennilegt yfirferðar fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarendur.
Sérstök skilti hafa verið sett upp í grenndinni til …
Athugasemdir