Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Allt að 60 prósenta tekjusamdráttur á Hlemmi

Fram­kvæmd­ir við Hlemm hafa að sögn full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks í skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar sett rekst­ur veit­inga­staða í mat­höll­inni í þunga stöðu. Lagt er til að borg­in geri bet­ur í að tryggja að­gengi að mat­höll­inni frá öll­um hlið­um og að leigu­gjöld verði gef­in eft­ir.

Allt að 60 prósenta tekjusamdráttur á Hlemmi
Hlemmur Frá framkvæmdum við endurnýjað Hlemmtorg. Svæðið á að fá mikla andlitslyftingu. Mynd: Golli

Framkvæmdir við Hlemm hafa haft skaðleg áhrif á veitingamenn í mathöllinni sem þar stendur og hefur velta veitingastaða þar dregist saman um allt að 60 prósent, samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð með tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.

Í tillögunni, sem kom fram á fundi ráðsins á miðvikudag, er lagt til að aðkoman að Hlemmi verði bætt þegar í stað og að borgin beiti sér fyrir eftirgjöf leigugjalda, til að létta róður veitingamanna, sem sumir hafi þurft að segja upp starfsfólki og safnað skuldum vegna framkvæmda á svæðinu. 

Framkvæmdir við nýtt og endurbætt Hlemmtorg hafa staðið yfir um nokkurt skeið og núna upp á hið síðasta hafa framkvæmdirnar verið austan við mathöllina. Strætisvagnar hafa ekki gengið um svæðið, sem hefur verið sundurgrafið við gatnamót Laugavegs og Rauðarárstígs og nokkuð óárennilegt yfirferðar fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarendur.

Sérstök skilti hafa verið sett upp í grenndinni til …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár