Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Verkföllum kennara afstýrt ef tillagan verður samþykkt

Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur lagt fram inn­an­hússtil­lögu í kjara­deilu kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga. Verði til­lag­an sam­þykkt kem­ur ekki til verk­falla kenn­ara á mánu­dag. Næstu fund­ur hjá rík­is­sátta­semj­ara vegna máls­ins er klukk­an 13 á laug­ar­dag.

Verkföllum kennara afstýrt ef tillagan verður samþykkt

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði síðdegis fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga.

Tillagan var kynnt samninganefndum á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni í dag.

Samninganefndir hafa til klukkan 13 á laugardag til að taka afstöðu til tillögunnar en þá hefur verið boðað til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara.

Frá fundinum í Borgartúni í dag

Innanhússtillögur eru þess eðlis að ekki þarf að fara í allsherjaratkvæðagreiðslu um þær meðal félagsmanna heldur eru það samninganefndir beggja aðila sem þurfa að fallast á þær. 

Ef samninganefndirnar samþykkja tillöguna jafngildir það því að skrifað verði undir kjarasamning og verður þá fyrirhuguðum verkföllum frestað, en boðað hefur verið til verkfalls í skólum á mánudag - í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. 

Ljóst er að enn er langt á milli deiluaðila og er þetta leið ríkissáttasemjara til að reyna að höggva á þann mikla hnút sem kominn er upp í kjaradeilunni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár