Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Verkföllum kennara afstýrt ef tillagan verður samþykkt

Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur lagt fram inn­an­hússtil­lögu í kjara­deilu kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga. Verði til­lag­an sam­þykkt kem­ur ekki til verk­falla kenn­ara á mánu­dag. Næstu fund­ur hjá rík­is­sátta­semj­ara vegna máls­ins er klukk­an 13 á laug­ar­dag.

Verkföllum kennara afstýrt ef tillagan verður samþykkt

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði síðdegis fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga.

Tillagan var kynnt samninganefndum á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni í dag.

Samninganefndir hafa til klukkan 13 á laugardag til að taka afstöðu til tillögunnar en þá hefur verið boðað til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara.

Frá fundinum í Borgartúni í dag

Innanhússtillögur eru þess eðlis að ekki þarf að fara í allsherjaratkvæðagreiðslu um þær meðal félagsmanna heldur eru það samninganefndir beggja aðila sem þurfa að fallast á þær. 

Ef samninganefndirnar samþykkja tillöguna jafngildir það því að skrifað verði undir kjarasamning og verður þá fyrirhuguðum verkföllum frestað, en boðað hefur verið til verkfalls í skólum á mánudag - í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. 

Ljóst er að enn er langt á milli deiluaðila og er þetta leið ríkissáttasemjara til að reyna að höggva á þann mikla hnút sem kominn er upp í kjaradeilunni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár