Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Taka yfir risa á bakstursmarkaði

Öl­gerð­in hef­ur keypt Gæða­bakst­ur af dönsk­um og ís­lensk­um eig­end­um fyr­ir 3,5 millj­arða króna. Fyr­ir­tæk­ið er sann­kall­að­ur risi á brauð- og bakst­urs­mark­aði og sel­ur vör­ur und­ir fjölda vörku­merkja.

Taka yfir risa á bakstursmarkaði
Matur og drykkur Ölgerðin byggir veldi sitt fyrst og síðast á framleiðslu drykkjarvara en fyrirtækið á einnig stóra heildverslun. Nú bætist við iðnaðarbakarí í samstæðuna.

Ölgerðin hefur gert samkomulag um að kaupa Gæðabakstur í viðskiptum sem sögð eru nema um 3,5 milljörðum króna. Gæðabakstur er sannkallaður risi á sínu sviði en flestir íslenskir neytendur kaupa vörur fyrirtækisins, jafnvel óafvitandi, þar sem þær eru selda undir hinum ýmsu vörumerkjum.

Meðal vörumerkja sem Ölgerðin eignast með kaupunum eru auk Gæðabaksturs sjálfs, Ömmubakstur, Breiðholtsbakarí, Gunnars kleinuhringi, Kristjáns Bakarí,  St. Ellu Heimabakstur og Úrvals flatkökur. 

Háð samþykki

Samkvæmt tilkynningu um kaupin greiðir Ölgerðin seljendum 2,7 milljarða króna auk þess að taka yfir vaxtaberandi skuldir. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem enn liggur ekki fyrir.

Eftirlitið hefur áður fjallað um Gæðabakstur en þá vegna yfirtöku þess á öðrum fyrirtækjum í sama geira. Þá hefur niðurstaðan verið sú að Myllan sé í markaðsráðandi stöðu og því hafa ekki verið gerðar athugasemdir við sameiningar og yfirtökur Gæðabaksturs. 

Ölgerðin rekur ekki bakarí en innan samstæðunnar er …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár