Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Taka yfir risa á bakstursmarkaði

Öl­gerð­in hef­ur keypt Gæða­bakst­ur af dönsk­um og ís­lensk­um eig­end­um fyr­ir 3,5 millj­arða króna. Fyr­ir­tæk­ið er sann­kall­að­ur risi á brauð- og bakst­urs­mark­aði og sel­ur vör­ur und­ir fjölda vörku­merkja.

Taka yfir risa á bakstursmarkaði
Matur og drykkur Ölgerðin byggir veldi sitt fyrst og síðast á framleiðslu drykkjarvara en fyrirtækið á einnig stóra heildverslun. Nú bætist við iðnaðarbakarí í samstæðuna.

Ölgerðin hefur gert samkomulag um að kaupa Gæðabakstur í viðskiptum sem sögð eru nema um 3,5 milljörðum króna. Gæðabakstur er sannkallaður risi á sínu sviði en flestir íslenskir neytendur kaupa vörur fyrirtækisins, jafnvel óafvitandi, þar sem þær eru selda undir hinum ýmsu vörumerkjum.

Meðal vörumerkja sem Ölgerðin eignast með kaupunum eru auk Gæðabaksturs sjálfs, Ömmubakstur, Breiðholtsbakarí, Gunnars kleinuhringi, Kristjáns Bakarí,  St. Ellu Heimabakstur og Úrvals flatkökur. 

Háð samþykki

Samkvæmt tilkynningu um kaupin greiðir Ölgerðin seljendum 2,7 milljarða króna auk þess að taka yfir vaxtaberandi skuldir. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem enn liggur ekki fyrir.

Eftirlitið hefur áður fjallað um Gæðabakstur en þá vegna yfirtöku þess á öðrum fyrirtækjum í sama geira. Þá hefur niðurstaðan verið sú að Myllan sé í markaðsráðandi stöðu og því hafa ekki verið gerðar athugasemdir við sameiningar og yfirtökur Gæðabaksturs. 

Ölgerðin rekur ekki bakarí en innan samstæðunnar er …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár