Ölgerðin hefur gert samkomulag um að kaupa Gæðabakstur í viðskiptum sem sögð eru nema um 3,5 milljörðum króna. Gæðabakstur er sannkallaður risi á sínu sviði en flestir íslenskir neytendur kaupa vörur fyrirtækisins, jafnvel óafvitandi, þar sem þær eru selda undir hinum ýmsu vörumerkjum.
Meðal vörumerkja sem Ölgerðin eignast með kaupunum eru auk Gæðabaksturs sjálfs, Ömmubakstur, Breiðholtsbakarí, Gunnars kleinuhringi, Kristjáns Bakarí, St. Ellu Heimabakstur og Úrvals flatkökur.
Háð samþykki
Samkvæmt tilkynningu um kaupin greiðir Ölgerðin seljendum 2,7 milljarða króna auk þess að taka yfir vaxtaberandi skuldir. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem enn liggur ekki fyrir.
Eftirlitið hefur áður fjallað um Gæðabakstur en þá vegna yfirtöku þess á öðrum fyrirtækjum í sama geira. Þá hefur niðurstaðan verið sú að Myllan sé í markaðsráðandi stöðu og því hafa ekki verið gerðar athugasemdir við sameiningar og yfirtökur Gæðabaksturs.
Ölgerðin rekur ekki bakarí en innan samstæðunnar er …
Athugasemdir