Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Reyni að berjast fyrir því sem ég trúi á að sé rétt“

MAST bár­ust yf­ir 200 at­huga­semd­ir vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir sjókvía­eldi í Seyð­is­firði. Katrín Odds­dótt­ir, lög­mað­ur og land­eig­andi í Seyð­is­firði, berst öt­ul­lega gegn leyf­is­veit­ing­unni og seg­ir eld­ið skapa hættu fyr­ir fólk og vist­kerfi.

„Reyni að berjast fyrir því sem ég trúi á að sé rétt“
Barátta „Að reyna að reyna að sannfæra stjórnvöld um að fara eftir lögum og tryggja öryggi bæði fólks og náttúru er meiriháttar verkefni, því miður,“ segir lögmaður og landeigandi í Seyðisfirði.

Þetta er mjög mikil vinna, eins og ég ímynda mér að hafi verið í síldinni í gamla daga. Þetta eru bara allar hendur á dekk. Að reyna að sannfæra stjórnvöld um að fara eftir lögum og tryggja öryggi bæði fólks og náttúru er meiri háttar verkefni, því miður,“ segir Katrín Oddsdóttir, landeigandi í Seyðisfirði og lögmaður VÁ - félags um vernd fjarðar, sem stendur fyrir  undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. 

Tæplega 13.000 undirskriftir hafa safnast og í vikunni rann út frestur til að skila inn at­huga­semd­um til Matvælastofnunar (MAST) vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir sjókvía­eldi í Seyð­is­firði. Um 200 athugasemdir bárust en þær hafa ekki verið gerðar opinberar. Í umsögn Veðurstofunnar, sem Heimildin hefur undir höndum, kemur fram að rétt sé að endurskoða hættumat.  

Katrín hefur trú á að forystufólk nýju ríkisstjórnarinnar muni hlusta, þrátt fyrir að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafi í tvígang frestað fundi með VÁ. „Tilfinningin sem ég fæ er auðvitað sú að það er verið að hægja á þessu,“ segir Katrín. 

Hitti fyrrverandi aðstoðarforstjóra á barnum 

Fyrirtækið Kaldvík áformar að ala lax í sjókvíum á þremur stöðum í Seyðisfirði. MAST hefur unnið tillögu að leyfinu sem er fyrir allt að 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum. Katrín rakst á Jens Garðar Helgason, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Kaldvíkur og nýkjörinn þingmann Sjálfstæðisflokksins, á ónefndum bar nýlega þar sem þau komust ekki hjá því að ræða sjókvíaeldið í Seyðisfirði. „Mér fannst áhugavert að hann vildi fullyrða við mig að það væri ekki hægt að stoppa þetta af því að þetta væri komið of langt.“ 

Katrín ætlar að halda ótrauð áfram að berjast gegn því að eldið verði að veruleika. „Ég virka þannig sem manneskja að ég reyni að berjast fyrir því sem ég trúi á að sé rétt, með þeim aðferðum sem ég tel að séu löglegar, góðar og siðferðilegar.“ 

MAST hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til leyfisins eftir að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út. „En björninn er ekki unninn þótt einhverjar fjórar vikur líði og ekki er komið leyfi,“ segir Katrín. 

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það eru mjög mikil náttúruspjöll af sjókvíaeldi á landinu og færi Seyðisfjörður
    líklega einna verst út úr því, þó fleiri staðir væru tilnefndir eins og Sandeyri í Jökulfjörðum
    og eyjan fagra Vigur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár