Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hnífaburður er algjört bull

Mik­il­væg­ast af öllu er að vera góð­ur við ná­ung­ann seg­ir Jó­hann Ingvi Hjalta­son. Hann bið­ur ung­menni sem finna sig knú­in til að ganga með hnífa að staldra við og hugsa sig tvisvar um.

Hnífaburður er algjört bull
Félagslyndur Jóhann Ingvi Hjaltason fór í Kvennó fyrir félagslífið. „Ég er alltaf til í að kynnast nýju fólki og hafa gaman. Það er mikilvægt að vera góður við náungan, númer eitt, tvö og þrjú.“ Mynd: Heimildin

„Ég fór aðallega í Kvennó út af félagslífinu og svo bara, æi, ég veit það ekki, skemmtilegt fólk. Það hefur ekki verið neitt verkfall hjá okkur, þetta hefur ekkert mikil áhrif á okkur. Ég er lítið að pæla í þessu. 

Þegar ég var tíu ára þá flutti ég til Wales, ég held að það hafi haft áhrif á mig hvernig ég upplifi öðruvísi menningu, aðallega í skólanum. Í Wales þurfti ég að vera í einkennisbúningi í skólanum og ávarpa kennara: Sir, mister og miss. Ég er ekki mikið að gera það í Kvennó. 

Ég er á félagsfræðibraut og myndi segja að ég sé félagslyndur, ég er alltaf til í að kynnast nýju fólki og hafa gaman. Það er mikilvægt að vera góður við náungann, númer eitt, tvö og þrjú. Ég hef alveg tekið eftir þessari umræðu um ungt fólk og ofbeldi. Mér finnst algjört bull að vera með einhvern hnífaburð, þetta er svo steikt.

„Við þá sem finnst þeir þurfa að ganga um með hnífa segi ég bara: Pælið í sjálfum ykkur“

Í kringum mig, eins og hér í skólanum, hef ég ekki tekið mikið eftir einhverju svona. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Við þá sem finnst þeir þurfa að ganga um með hnífa segi ég bara: Pælið í sjálfum ykkur, hugsaðu: Hvað ertu eiginlega að pæla?“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár