Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
Hildur og Bjarki eignuðust dreng í dag en ekki var gert ráð fyrir að hann kæmi í heiminn fyrr en 3. febrúar. Fjarðarheiðin var ófær og haft var samband við Landhelgisgæsluna ef flytja þyrfti fæðandi móður á Neskaupsstað.

„Móður og barni heilsast vel,“ segir Bjarki Borgþórsson sem í dag tók á móti syni þeirra Hildar Þórisdóttur, sem kom óvænt snemma í heiminn. Fjölskyldan er búsett á Seyðisfirði og Fjarðarheiðin var ófær vegna snjóþyngsla þegar Hildur fæddi drenginn, en hún var sett 3. febrúar. 

„Við bjuggumst ekki alveg við þessu núna“
Bjarki

„Það var um hálf ellefu sem hann kom í heiminn en það fór að bera á honum klukkutíma áður. Við bjuggumst ekki alveg við þessu núna,“ segir Bjarki í samtali við Heimildina. Hann starfar sem snjóeftirlitsmaður fyrir Veðurstofu Íslands og sem lögreglumaður. Hans fyrstu verk þegar Hildur var komin með hríðir voru að hafa samband við lögregluna þannig að hægt væri að moka út sjúkrabílinn á svæðinu, sem og láta sjúkrahúsið á Egilsstöðum vita. Þá var einnig haft samband við Landhelgisgæsluna ef flytja þyrfti fæðandi móðurina á Fjórðungssjúkrahúsið sem er í Neskaupstað, en þar er fæðingardeild fjórðungsins staðsett. 

Tveir sjúkraflutningamenn á Seyðisfirði brugðust skjótt við og tóku á móti drengnum ásamt Bjarka. 

Síðan var kölluð til ljósmóðir sem er búsett á Seyðisfirði en er hætt störfum og var hún komin á heilsugæsluna í firðinum ásamt lækni, en þegar ljóst var að ekki tækist að koma Hildi þangað í tæka tíð mættu ljósmóðirin og læknirinn því heim til fjölskyldunnar. 

Ljósmóðirin heitir Lukka Gissurardóttir og hefur ekki tekið á móti barni á Seyðisfirði síðan 1988 en svo skemmtilega vill til að hún tók einmitt á móti Bjarka, föðurnum, þegar hann fæddist árið 1982. 

„Þetta gekk allt vel, fór allt á besta veg miðað við aðstæður en það var óþægilegt að vita af því að allt væri ófært og það hefði ekki margt mátt fara úrskeiðis,“ segir Bjarki. 

Eftir að hefðbundin fæðingaþjónusta var lögð af á Seyðisfirði færðist hún tímabundið til Egilsstaða en hefur síðan verið á Neskaupstað.

Nú eru 32 ár síðan barn fæddist síðast í firðinum og það vildi þannig til að Bjarki hitti viðkomandi, Daða Sigfússon, úti í matvörubúð fyrr í dag og hafði Daði þá þegar heyrt fregnirnar um að hann væri ekki lengur síðasti Seyðfirðingurinn til að fæðast þar. „Þetta var greinilega búið að fréttast,“ segir Bjarki kíminn.

Hildur ber sig vel og skrifaði síðdegis á Facebook-síðu sína: „Þrátt fyrir þá lífsins lukku að okkur heilsist vel eftir lætin með ómetanlegri hjálp frá okkar góða heilbrigðisstarfsfólki þá byði ég ekki í það ef allt hefði farið úrskeiðis. Hér er jú ekki fæðingardeild og úrræðin takmörkuð þegar hlutirnir gerast svo hratt að ekki er einu sinni unnt að komast að heiman.“

„Sýnið þann dug að standa við gefin fyrirheit“
Hildur

Hún ákallar forsvarskonur ríkisstjórnarinnar, þær Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerði Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, og skrifar: „Þetta er enn ein áminningin um öryggisleysið sem við búum við og hversu brýnt það er að Fjarðarheiðargöng fari í útboð, sem nú hafa beðið fullhönnuð og tilbúin í rúm 2 ár eftir 4 ár af framkvæmdaleysi í jarðgöngum! Sýnið þann dug að standa við gefin fyrirheit og hleypa göngunum af stað sem hafa beðið allt of lengi!

Við getum ekki sætt okkur við ótryggar samgöngur á landsbyggðinni og það árið 2025. Sem ógnar of stóran hluta úr ári heilsu og lífi fólks. Slíku metnaðarleysi og byggðastefnu getum við ekki unað við lengur!“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Vá! Það eru næstum 55 ár síðan ég fæddi barn á Seyðisfirði. Þá fæddu að ég held, flestar konur heima á Seyðisfirð, enda var alltaf ráðin ein ljósmóðir við sjúkrahúsið á Seyðisfirði.
    0
  • Ólöf Þorvaldsdóttir skrifaði
    Frábært hefði það verið ef göngin sem rætt hefur verið um síðan um 1980 milli Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð væru nú staðreynd. Vonand ber Seyðfirðingum gæfa til að tengjast þannig beint við sjúkrahúsið í Neskaupstað..
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár