Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum

Um þús­und manns tóku þátt í að­gerð­um sem leiddu til hand­töku Yoon Suk Yeol, for­seta Suð­ur-Kór­eu, á mið­viku­dag. Upp­lausn­ar­ástand hef­ur ver­ið við stjórn lands­ins síð­an for­set­inn lýsti yf­ir her­lög­um í byrj­un des­em­ber.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum
Yfirheyrður Yoon Suk Yeol sést hér ekið úr yfirheyrslum eftir handtöku sína á miðvikudag. Mynd: JUNG YEON-JEAFP

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var handtekinn á fimmtudag vegna rannsóknar á uppreisn, eftir að forsetinn lýsti yfir herlögum þann 3. desember. Rannsakendur þurftu að brjóta sér leið í gegnum gaddavír í frosthörku til að komast að forsetanum. Kóreska þingið hefur ákært hann til embættismissis en mál hans er nú í höndum stjórnlagadómstóls landsins. 

Um eitt þúsund manns tóku þátt í aðgerðunum, samkvæmt fréttaflutningi BBC, en forsetinn hefur þráast við að verða við skipunum um að gefa sig fram við lögreglu. Hefur hann lýst rannsókninni á hendur sér sem ólöglegri. Fjármálaráðherra Suður-Kóreu situr nú tímabundið í embætti forseta eftir að þingið lýsti vantrausti á Han Duck-soo, sem fyrst tók við embættinu af Yoon.

Yoon lýsti yfir herlögum í byrjun desember, að eigin sögn til að bregðast við því sem hann lýsti sem „ógn við þjóðaröryggi“. Hann hélt því fram að hernaðarógn sem stafaði af Norður-Kóreu hefði aukist og að þjóðin þyrfti að bregðast við með tafarlausum neyðarráðstöfunum til að vernda öryggi borgaranna og innviða ríkisins.

Sakaði hann stjórnarandstöðuna, sem þó hefur stóran meirihluta á þinginu, um að sýna málstað Norður-Kóreu samúð. 

Þessi ákvörðun var mjög umdeild. Gagnrýnendur sögðu að herlögin hefðu verið notuð sem yfirvarp til að herða tökin á valdi og þagga niður í andstæðingum. Flokkur Yoon hafði misst meirihluta sinn á suður-kóreska þinginu auk þess sem víðtæk mótmæli höfðu farið fram gegn stjórn hans. Líklegt má telja að það hafi átt meginþátt í ákvörðun Yoon. 

Herlögin leiddu til tafarlausra viðbragða frá þinginu, sem ógilti þau og hóf strax ferli til að ákæra hann fyrir valdníðslu og misnotkun opinbers valds. Þingmenn þurftu að brjóta sér leið inn í þinghúsið til að greiða atkvæði um ógildingu laganna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár