Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum

Um þús­und manns tóku þátt í að­gerð­um sem leiddu til hand­töku Yoon Suk Yeol, for­seta Suð­ur-Kór­eu, á mið­viku­dag. Upp­lausn­ar­ástand hef­ur ver­ið við stjórn lands­ins síð­an for­set­inn lýsti yf­ir her­lög­um í byrj­un des­em­ber.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum
Yfirheyrður Yoon Suk Yeol sést hér ekið úr yfirheyrslum eftir handtöku sína á miðvikudag. Mynd: JUNG YEON-JEAFP

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var handtekinn á fimmtudag vegna rannsóknar á uppreisn, eftir að forsetinn lýsti yfir herlögum þann 3. desember. Rannsakendur þurftu að brjóta sér leið í gegnum gaddavír í frosthörku til að komast að forsetanum. Kóreska þingið hefur ákært hann til embættismissis en mál hans er nú í höndum stjórnlagadómstóls landsins. 

Um eitt þúsund manns tóku þátt í aðgerðunum, samkvæmt fréttaflutningi BBC, en forsetinn hefur þráast við að verða við skipunum um að gefa sig fram við lögreglu. Hefur hann lýst rannsókninni á hendur sér sem ólöglegri. Fjármálaráðherra Suður-Kóreu situr nú tímabundið í embætti forseta eftir að þingið lýsti vantrausti á Han Duck-soo, sem fyrst tók við embættinu af Yoon.

Yoon lýsti yfir herlögum í byrjun desember, að eigin sögn til að bregðast við því sem hann lýsti sem „ógn við þjóðaröryggi“. Hann hélt því fram að hernaðarógn sem stafaði af Norður-Kóreu hefði aukist og að þjóðin þyrfti að bregðast við með tafarlausum neyðarráðstöfunum til að vernda öryggi borgaranna og innviða ríkisins.

Sakaði hann stjórnarandstöðuna, sem þó hefur stóran meirihluta á þinginu, um að sýna málstað Norður-Kóreu samúð. 

Þessi ákvörðun var mjög umdeild. Gagnrýnendur sögðu að herlögin hefðu verið notuð sem yfirvarp til að herða tökin á valdi og þagga niður í andstæðingum. Flokkur Yoon hafði misst meirihluta sinn á suður-kóreska þinginu auk þess sem víðtæk mótmæli höfðu farið fram gegn stjórn hans. Líklegt má telja að það hafi átt meginþátt í ákvörðun Yoon. 

Herlögin leiddu til tafarlausra viðbragða frá þinginu, sem ógilti þau og hóf strax ferli til að ákæra hann fyrir valdníðslu og misnotkun opinbers valds. Þingmenn þurftu að brjóta sér leið inn í þinghúsið til að greiða atkvæði um ógildingu laganna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu