Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum

Um þús­und manns tóku þátt í að­gerð­um sem leiddu til hand­töku Yoon Suk Yeol, for­seta Suð­ur-Kór­eu, á mið­viku­dag. Upp­lausn­ar­ástand hef­ur ver­ið við stjórn lands­ins síð­an for­set­inn lýsti yf­ir her­lög­um í byrj­un des­em­ber.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum
Yfirheyrður Yoon Suk Yeol sést hér ekið úr yfirheyrslum eftir handtöku sína á miðvikudag. Mynd: JUNG YEON-JEAFP

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var handtekinn á fimmtudag vegna rannsóknar á uppreisn, eftir að forsetinn lýsti yfir herlögum þann 3. desember. Rannsakendur þurftu að brjóta sér leið í gegnum gaddavír í frosthörku til að komast að forsetanum. Kóreska þingið hefur ákært hann til embættismissis en mál hans er nú í höndum stjórnlagadómstóls landsins. 

Um eitt þúsund manns tóku þátt í aðgerðunum, samkvæmt fréttaflutningi BBC, en forsetinn hefur þráast við að verða við skipunum um að gefa sig fram við lögreglu. Hefur hann lýst rannsókninni á hendur sér sem ólöglegri. Fjármálaráðherra Suður-Kóreu situr nú tímabundið í embætti forseta eftir að þingið lýsti vantrausti á Han Duck-soo, sem fyrst tók við embættinu af Yoon.

Yoon lýsti yfir herlögum í byrjun desember, að eigin sögn til að bregðast við því sem hann lýsti sem „ógn við þjóðaröryggi“. Hann hélt því fram að hernaðarógn sem stafaði af Norður-Kóreu hefði aukist og að þjóðin þyrfti að bregðast við með tafarlausum neyðarráðstöfunum til að vernda öryggi borgaranna og innviða ríkisins.

Sakaði hann stjórnarandstöðuna, sem þó hefur stóran meirihluta á þinginu, um að sýna málstað Norður-Kóreu samúð. 

Þessi ákvörðun var mjög umdeild. Gagnrýnendur sögðu að herlögin hefðu verið notuð sem yfirvarp til að herða tökin á valdi og þagga niður í andstæðingum. Flokkur Yoon hafði misst meirihluta sinn á suður-kóreska þinginu auk þess sem víðtæk mótmæli höfðu farið fram gegn stjórn hans. Líklegt má telja að það hafi átt meginþátt í ákvörðun Yoon. 

Herlögin leiddu til tafarlausra viðbragða frá þinginu, sem ógilti þau og hóf strax ferli til að ákæra hann fyrir valdníðslu og misnotkun opinbers valds. Þingmenn þurftu að brjóta sér leið inn í þinghúsið til að greiða atkvæði um ógildingu laganna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
5
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár